fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
FókusKynning

Streita hefur áhrif á afköst

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 12. nóvember 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rannsóknir benda til að streita sé að verða eitt algengasta vinnutengda vandamál hins vestræna heims og að afleiðingarnar varði bæði starfsmenn og vinnuveitendur.

Vinnutengd streita er afleiðing þess að ekki er samræmi milli krafna sem gerðar eru til starfsmanna og væntinga og þarfa þeirra, eða getu þeirra til að ráða við viðfangsefni sem þeim eru falin.

Langvarandi streita getur haft í för með sér þunglyndi, kvíða, kulnun, truflun á ónæmiskerfi og hjarta- og æðasjúkdóma. Þá hefur streita áhrif á afköst fólks og starfsemi vinnustaða vegna þess að hún dregur úr vinnuframlagi, eykur veikindafjarvistir og starfsmannaveltu.

Í Bretlandi var áætlað að streita kostaði vinnuveitendur á milli 4–5 milljarða króna á ári 1996. Áætlaður fjöldi vinnudaga sem glatast vegna streitu hefur síðan þá tvöfaldast og dögunum fer fjölgandi. En hvað geta stjórnendur gert til að hafa áhrif til hins betra? Í grein sinni á vef Doktor.is birti Anna Björg Aradóttir hjúkrunarfræðingur lista sem stjórnendur ættu að leggja áherslu á.

• Tileinka sér styðjandi stjórnunarhætti.
• Veita nýjum starfsmönnum nægilegar upplýsingar og þjálfun.
• Auka áhrif starfsmanna á vinnu sína.
• Stuðla að heilbrigðum lífsháttum starfsmanna.
• Umbuna starfsmönnum á ýmsa vegu.
• Aðstoða starfsmenn við að ráða við streituvaldandi þætti í vinnunni.
• Tryggja markvisst upplýsingaflæði frá stjórnendum til starfsmanna og milli starfsmanna.
• Tryggja öruggt vinnuumhverfi.
• Styðja endurhæfingu starfsmanna sem þess þurfa og aðlaga vinnu að getu starfsmanna hverju sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“