Karen Kjartansdóttir, samskiptastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, mætti jákvæð og hress í jólabjórsmökkun DV. Sú létta lund endurspeglaðist í einkunnarspjaldi hennar þar sem að íslenska framleiðslan fékk 7,8 í meðaleinkunn.
Hæsta einkunn Karenar var 9 en þá einkunn hlaut sigurvegarinn Giljagaur frá Borg. Hún splæsti hinsvegar sex sinnum í einkunnina 8,5 en bjórarnir sem hlutu þá vegsemd voru Tuttugasti og fjórði frá Ölvisholti, Egils malt bjórinn og Tuborg Julebryg frá Ölgerðinni, Fagnaðarerindið frá Bryggjunni, Einstök Winter Ale frá Vífilfell og Jóla Kaldi. Þegar kom að því að velja sér sitthvort eintakið að launum þá valdi Karen Giljagaur og Fagnaðarerindið.