fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
FókusKynning

Frábær skemmtun fyrir fjölbreytta hópa

Kynning

Laser Tag

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 1. nóvember 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk á öllum aldri skemmtir sér konunglega í Laser Tag, Salavegi 2, Kópavogi. Laser Tag er hágæða útgáfa af skemmtilegum afþreyingarleik þar sem þátttakendur klæðast Laser Tag-vestum og fela sig, elta og hitta andstæðinginn með laserbyssu. Leikurinn er fyrir fólk á öllum aldri, unga sem aldna. Laser Tag er 100% skemmtun!
Byssurnar eru skaðlausar laser-/geislabyssur með innrauðum geislum. Laser Tag er því fullkomin skemmtun, laus við marbletti! Hafa ber í huga að í salnum eru blikkandi ljós og leikmyndareykur.

Frábær skemmtun fyrir fyrirtækjahópa í hádeginu

Helena Rúnarsdóttir hjá Laser Tag segir að nú sé vinsælt hjá vinnustöðum að koma í Laser Tag í hádeginu og efla hópinn með góðri afþreyingu. Hádegismaturinn getur þá fylgt með enda er hægt að fá pakkann með pítsu og gosi.
Helena segir annars að Laser Tag sé skemmtun fyrir fólk á öllum aldri, frá átta ára og upp úr.

„Við miðum við átta ára aldur vegna þess að yngri börn valda ekki vestunum og byssunum, þetta er of þungt fyrir þau. Hins vegar er þetta aldurstakmark bara til leiðbeiningar, ef það kemur hingað fjölskylda og einn í hópnum er sex ára þá er það auðvitað ekkert mál.“

Helena segir að fullorðið fólk á öllum aldri hafi ekki síður gaman af Laser Tag en börn:
„Hingað kom amma um daginn sem var að halda upp á sjötugsafmælið sitt og hún var bæði með börnin og barnabörnin með í för.“

Afmælishópar eru mjög algengir viðskiptavinir hjá Laser Tag en einnig koma fjölskyldur og fyrirtækjahópar, auk þess sem þetta er vinsæl skemmtun í steggjunum og gæsunum.

SP:Er þetta dýr eða ódýr skemmtun?

„Ég myndi segja að við værum sanngjörn í verði. Við höfum reyndar ekki hækkað verðið hjá okkur í fimm til sex ár og bjóðum samt upp á bestu og öflugustu tækin,“ segir Helena. Hún minnir á að opnunartíminn sé bara til viðmiðunar og reynt sé að koma til móts við óskir allra um tímasetningar.

En hvað eru hóparnir stórir?
„Við höfðum tekið alveg upp í 50 manna hópa en svo stórum hópum þurfum við að skipta niður í lið því við komum 15 manns inn í salinn í einu. Mjög þægileg og algeng stærð á hópum er um 20 manns

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni