fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
FókusKynning

Lokaverkefnið varð að matreiðslubók

Hildur skrifar uppskriftabók um avókadó – Fékk að sjálfsögðu hæstu einkunn

Einar Þór Sigurðsson
Sunnudaginn 6. nóvember 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kveikjan að þessu var lokaverkefni í margmiðlunarhönnun í Borgarholtsskóla. Lokaverkefnið var sumsé að gera bók en þar sem ég hef mikinn áhuga á matreiðslu ákvað ég að gera matreiðslubók,“ segir Hildur Rut Ingimarsdóttir, 28 ára, sem á dögunum gaf út bókina Avocado.

Hollur og góður

Eins og nafnið gefur til kynna inniheldur bókin uppskriftir sem innihalda avókadó á einn eða annan hátt. Hildur hefur lengi haft mikinn áhuga á hollri og einfaldri matargerð og í bókinni má finna margar girnilegar, hollar og auðveldar uppskriftir. Aðspurð hvers vegna hún hafi ákveðið að tileinka heila bók þessum tiltekna ávexti segir Hildur:

Hildur tók myndir, vann uppskriftirnar og gaf bókina út.
Gerði allt sjálf Hildur tók myndir, vann uppskriftirnar og gaf bókina út.

„Ég nota sjálf mikið avókadó og hef í gegnum árin safnað að mér uppskriftum. Svo bætti ég við nýjum uppskriftum og bjó til uppskriftir fyrir bókina.“ Hún bætir við að ávöxturinn sé ekki bara góður og henti vel í margar uppskriftir heldur sé hann líka einstaklega hollur. „Sonur minn, sem er fjögurra ára, elskar avókadó og það er sniðugt að nota hann sem ungbarnamat. Það eru margir sem þekkja ekki þá möguleika sem ávöxturinn býður upp á og hugsa að hann sé fyrst og fremst notaður í gvakamole eða sem álegg ofan á brauð,“ segir Hildur.

Fékk hæstu einkunn

Sem fyrr segir var bókin liður í lokaverkefni hennar í margmiðlunarhönnun við Borgarholtsskóla. Hildur segist í fyrstu ekki hafa ætlað að gefa bókina út, en kennarar hennar hafi hvatt hana eindregið til þess. „Ég hef mikinn áhuga á grafískri hönnun, það var aðalatriðið með verkefninu,“ segir Hildur og bætir við að hún hafi sjálf séð um hönnun bókarinnar, tekið myndir og meira að segja séð sjálf um útgáfuna með aðstoð föður síns. Hildur vinnur í Pennanum Eymundsson og fékk hún góð ráð frá þaulreyndum starfsmönnum þar.

Afraksturinn kom í bókaverslanir í síðustu viku og var glæsilegt útgáfuhóf haldið á fimmtudagskvöld. Það þarf svo vart að taka það fram að Hildur fékk hæstu einkunn fyrir verkefnið og kúrsinn. Aðspurð hvort útgáfa bókarinnar hafi kveikt einhvern neista um frekari bókarskrif, segir Hildur að það sé aldrei að vita nema hún gefi út fleiri bækur. „Þetta er allavega gaman og ef þetta gengur vel, sem það hefur sannarlega gert, gæti ég hugsað mér að gera eitthvað meira,“ segir Hildur að lokum. Hún féllst á að deila með lesendum einni gómsætri uppskrift úr bókinni og má sjá hana hér til hliðar á síðunni.


AVÓKADÓ OG FETA-KARTÖFLUSALAT

Þetta er ferskt og gott kartöflusalat sem passar sérlega vel með fiski eða kjöti. Það er upplagt að leika sér aðeins með uppskriftina og bæta við sólþurrkuðum tómötum, agúrku eða því sem ykkur dettur í hug.

Fyrir tvo til þrjá

300 g parísarkartöflur

1–2 avókadó

2 dl fetakubbur

3 msk. blaðlaukur

1 msk. ólífuolía

1 msk. steinselja

salt og pipar

Skerið parísarkartöflurnar í tvennt og avókadó, blaðlauk og fetaost í smáa bita. Blandið öllu hráefninu varlega saman í skál. Einnig er sjálfsagt að nota soðnar kartöflur sem eru þá afhýddar og skornar í bita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi