Minniborgir eru staðsettar rétt hjá Borg í Grímsnesi og samanstanda af veitingastað og 22 bústöðum. Hér er kjörin aðstaða fyrir hópa að lyfta sér upp, gæða sér á kræsingum af jólahlaðborði og gista í fallegu umhverfi, auk þess sem Minniborgir bjóða upp á akstur til og frá Reykjavík.
„Hér höfum við bæði gistiaðstöðu veitingar. Fólk getur verið hérna og haft það kósí, tekið jafnvel langa helgi ef því er að skipta,“ segir Einar Þorsteinsson, eigandi Minniborga. Segir hann að jafnt einstaklinga sem hópa gera sér glaðan dag á Minniborgum, staðurinn sé bæði tilvalinn fyrir hjón eða fjölskyldur til að slaka á og fyrirtækjahópa að hrista sig saman og efla liðsandann.
„Bústaðirnir mynda tvö þorp og síðan eru átta stök hús. Inni í hvoru þorpi er samkomuhús sem rúmar um 40 manns og þau getur fólk nýtt sér eftir jólahlaðborðið,“ segir Einar.
Jafnframt er í boði akstur til og frá Reykjavík gegn vægu gjaldi en Einar hefur til umráða 53 manna rútu. Gistipláss er fyrir 100 manns og sæti eru fyrir 90 manns í veitingasalnum.
Jólahlaðborðsmatseðillinn inniheldur til dæmis þrjár tegundir af síld, grafinn lax, reyktan silung, sveitapaté og hangikjöt í köldum réttum. Heitir réttir eru til dæmis gljáð jólaskinka, kalkúnabringa og lambalæri.
Nánari upplýsingar er að finna á vefnum minniborgir.is.
Fyrirspurnir og pantanir fara á netfangið booking@minniborgir.is eða í síma 863-3592.