Sjón Gleraugnaverslun, Laugavegi 62, 101 Reykjavík
Sjón er afar vinsæl gleraugnaverslun, ekki síst hjá þeim sem vilja gleraugu með persónulegu yfirbragði en ekki umgjarðir sem líta út eins og hjá næsta manni. Verslunin státar af stærsta lager landsins af retro-umgjörðum þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Auk þess leggur Sjón mikla áherslu á hagstætt verð sem kemur til dæmis skólafólki vel, sem og persónulega þjónustu og hágæðagler.
Eigandi Sjónar er Austurríkismaðurinn Markus Stephan Klinger en hann kom hingað fyrst til lands árið 1988 og starfaði í Fókus sem þá var við Lækjargötu. Árið 1999 kom Markus, sem talar reiprennandi íslensku, aftur til landsins, og ákvað að ílendast hér. Hann stofnaði gleraugnaverslunina Sjón það ár.
„Við höfum alltaf verið með mikið af skólafólki hér því við erum alltaf með hagstæð skólatilboð,“ segir Markus en ákveðin straumhvörf urðu í rekstrinum árið 2009 þegar Sjón keypti 75 ára gamla verslun, Optik: „Við ákváðum að nota þeirra umgjarðir því eftirspurn eftir stórum, gömlum umgjörðum fór mjög vaxandi. Lagerinn inniheldur yfir 5.000 upprunalegar umgjarðir frá árunum 1948 til 1989,“ segir Markus. Þetta gífurlega úrval af stórum og frumlegum umgjörðum laðar að listamenn auk skólafólksins, því margir vilja bera persónuleg gleraugu sem aðrir sjást ekki með.
Sjón býður líka upp á sína eigin hönnun, Sjón Reykjavík, sem Markus hannar sjálfur. Þau gleraugu njóta mikilla vinsælda hér á landi en eru auk þess seld í Bandaríkjunum.
Sjón býður einnig upp á sportgleraugu sem hafa mælst mjög vel fyrir, gleraugu fyrir hjólafólk, hlaupara og golfara. Um er að ræða svissneska og þýska hönnun á glerjum sem hafa mjög gott orðspor, enda kemur engin móða á þau, hönnunin er þannig að það loftar alltaf í milli.
Sjón Gleraugnaverslun leggur annars vegar mikla áherslu á toppgæði og háan standard á sjónglerjum, en hins vegar á hagstætt verð. Sem dæmi má nefna að retro-gleraugu sem Sjón býður til sölu á 12.900 krónur kosta í sumum tilfellum um 200 evrur eða 30.000 krónu á söluvefnum eBay.
Sjón Gleraugnaverslun er opin virka daga frá 10 til 18 og laugardaga frá 10 til 16. Sjá nánar á sjon.is.