Kristalsalurinn, Fákafeni 9, 109 Reykjavík
Kristalsalurinn er bjartur og fallegur veislusalur með yfirbragði sem er í senn létt og hátíðlegt en kristalkúlur í loftinu gefa honum mjög skemmtilegt yfirbragð. „Salurinn er mjög bjartur og opinn og það er mjög gott aðgengi að honum, til dæmis gott aðgengi fyrir hjólastóla,“ segir einn af eigendunum, Steinunn Halldórsdóttir. Kristalsalurinn er staðsettur að Fákafeni 9 en þar er einnig kaffihúsið Cafe Meski og er það í eigu sömu aðila.
Kristalsalurinn tekur um 100 manns í sæti og 200 í standandi veislum. Segir Steinunn að veislurnar séu afar fjölbreyttar.
„Þetta er afskaplega blandað. Það eru fermingarveislur, ættarmót, brúðkaupsveislur, hér hafa verið haldin þorrablót og hingað hafa komið kvennakórar og verið með partí. Það er margt sem kemur til greina. Fólk getur síðan hvort sem er komið með sínar veitingar og nýtt eldhúsaðstöðuna hjá okkur en síðan er hægt að kaupa veitingar af okkur. Þetta er sniðið að kúnnanum hverju sinni,“ segir Steinunn og aðspurð segir hún að veitingarnar sem þau bjóði upp á séu alls konar, það fari einfaldlega eftir óskum viðskiptavinarins hverju sinni: „Það geta verið kökuhlaðborð, pinnahlaðborð, steikarhlaðborð og ýmislegt fleira.“
„Við bjóðum líka upp á að vera með veislutjöld hér fyrir utan, fólk hefur sett upp partítjöld hér við hornið og dekkað þar borð og sett upp stóla,“ segir Steinunn.
En hvers konar veislur eru aðallega framundan núna?
„Það eru árshátíðir og svo styttist í jólahlaðborðin en það er byrjað að bóka þau strax í byrjun október.“
Því er svo við þetta að bæta að Kristalsalurinn leigist með dúkum og nóg er til af kertastjökum og borðskrauti til að gefa góða stemningu í veisluna.
Best er að panta eða senda fyrirspurnir með tölvupósti á netfangið kristalsalurinn@gmail.com eða hringja í síma 866-1671.