Elsta stimplagerð landsins
Stimplagerðin í Síðumúla 21 var stofnuð árið 1955 og er því elsta stimplagerð landsins. Óðinn Geirsson prentari keypti Stimplagerðina árið 1976 og hefur því rekið hana í 40 ár. „Við sérhæfum okkur í hvers konar stimplum fyrir einstaklinga og fyrirtæki og framleiðum þá úr gúmmíi og notum leysigeisla við það,“ segir Óðinn.
„Álið er afar vinsælt því það er álags- og veðurþolið og þolir íslenska veðráttu einkar vel,“ segir Óðinn. „Úr því framleiðum við meðal annars hurðarskilti, barmnælur, vélamerkingar og alls konar minni skilti fyrir hótel og veitingastaði,“ segir hann. „Þá skerum við með lasergeisla í messingskilti,“ bætir Óðinn við.
Stimplagerðin hannar einnig og framleiðir skilti sem fest eru á krossa á leiðum í kirkjugörðum og þar kemur sér vel hvað skilin þola íslenska veðráttu vel.
Stimplagerðin, Síðumúla 21, er opin mánudaga til föstudaga frá kl. 09.00 til 17.00. Síminn er 533-6040.