fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
FókusKynning

Hér færðu allt fyrir hrekkjavökuna

Kynning

Partýbúðin, Faxafeni 11

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 28. október 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hrekkjavakan verður sífellt vinsælli á Íslandi og við leggjum upp úr því að vera með allt fyrir hana. Hinn eiginlegi hrekkjavökudagur er 31. október, sem ber upp á mánudaginn, en Íslendingar eru vanir að halda upp á hrekkjavökuna frá miðjum október og eitthvað inn í nóvember. Nær vakan hámarki síðustu helgina í mánuðinum. Hér verður opið á föstudeginum til kl. 21 og á laugardeginum frá 11 til 20.“

Þetta segir Halla Ýr Albertsdóttir, rekstrarstjóri Partýbúðarinnar en þar ríkir mikil hrekkjavökustemning. Hefur verslunin verið skreytt í anda hrekkjavökunnar og hátt í 200 hrekkjavökubúningar af ýmsu tagi eru til sölu í versluninni. Má þar nefna beinagrindur, trúða, djöfla, nornir, vampírur, hettukufla, drauga, fanga, presta, nunnur, grasker, uppvakninga og margt fleira.

Mynd: dv

Partýbúðin kappkostar að vera með allt fyrir hrekkjavökuna og leitast er við að bjóða upp á það flottasta hverju sinni. Segir Halla að hrekkjavakan sé það tilefni sem dragi langflesta viðskiptavini að versluninni. Partýbúðin býður hins vegar upp á margt fleira og er stærsta sérverslun landsins með allt fyrir veisluna eða partýið. Lagt er upp úr gríðarlega miklu úrvali: „Sem dæmi um úrvalið má nefna að við erum með sérdeild fyrir þrítugsafmæli þar sem 30 stendur á öllum vörum. Í einlitum borðbúnaði, glösum og diskum, er hægt að velja á milli alls 17 lita og eru þá ótaldar þær vörur sem eru ekki einlitar heldur til dæmis doppóttar eða röndóttar,“ segir Halla.

Partýbúðin var fyrst til húsa á Grensásvegi en hefur árum saman verið staðsett að Faxafeni 11. Þar er mikið vöruúrval á tveimur hæðum. Á efri hæðinni eru skreytingar, borðbúnaður og blöðrur. Á neðri hæðinni eru síðan búningar og fylgihlutir.

Mynd: dv

Föstudag og laugardag (28.–29. okt.) verður þurrís til sölu í versluninni en hann skapar afar skemmtilega stemningu. Svo má ekki gleyma blöðrubarnum: „Blöðrubarinn okkar er mjög vinsæll en hann virkar þannig að viðskiptavinir velja sér blöðrur af barnum og við blásum þær upp á staðnum með helíum. Blöðrur gera mikið fyrir veisluna eins og flestir vita.
Það er einnig hægt að panta fyrirfram í síma 534-0534 (æskilegt ef um mjög margar blöðrur er að ræða) og þær verða þá tilbúnar þegar viðskiptavinurinn kemur á staðinn,“ segir Halla.

Eins og greinir frá hér að framan er opið lengur í Partýbúðinni núna um hrekkjavökuhelgina. En vanalega er opið virka daga frá 10 til 18, laugardaga frá 11 til 17 og sunnudaga frá 12 til 16.

Frekari upplýsingar um búðina, vörur og verð, er á finna á Facebook-síðu Partýbúðarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni