Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er mikill smekkmaður á tónlist og hann veit sem er að hann þarf að hugsa um heilsuna í þessu krefjandi embætti sem hann hefur sinnt frá árinu 2008.
Wired-tímaritið birti á dögunum lagalista Bandaríkjaforseta sem hann notar til að koma sér í rétta gírinn í ræktinni. Þarna er að finna lög eftir tónlistarmenn og hljómsveitir eins og Black Eyed Peas, Ninu Simone, Sting, Icona Pop og Beyoncé.
Hér að neðan má hlusta á lögin: