Þú grípur andann á lofti þegar þú heyrir svarið
Allir sem hafa stigið á hlaupabretti til þess að hamast þar eins og ofvirkir hamstrar hljóta að hafa leitt hugann að einni ágengri spurningu. Hvert fer fitan? Eins og flestir eru meðvitaðir um þá tekur lýsið talsvert pláss og þegar við drögumst smátt og smátt saman þökk sé hreyfingu eða heilbrigðari lífstíl þá hlýtur þríglýseríð að fara eitthvert. Lekur fitan út sem sviti eða hleðst hún upp í skottinu til þess eins að losna úr læðingi sem söguleg frussuskita?
Ekkert af þessu er rétt og ef að þú, lesandi góður, hefur ekki hugmynd þá þarftu ekki að skammast þín. Samkvæmt frétt Mirror vita margir sérfræðingar ekki einu sinni svarið.
Niðurstaðan er sú að við öndum stærstum hluta fitunni frá okkur. Sem vissulega hljómar talsvert verr en átta tíma kaffiþambs andremma. Árið 2014 birtist lærð grein um þetta í British Medical Journal sem lesendur geta kynnt sér.
Einfaldari útgáfa leit hinsvegar dagsins ljós þegar líffræðingar við Háskólann í Nýja Suður Wales í Ástralíu framkvæmdu nýlega rannsókn sem leiddi til þess að einföld formúla leit dagsins ljós. Fyrir hvert kíló af fitu sem að einstaklingur „brennir“ þá andar hann frá sér um 800 grömmum en 200 grömm umbreytast í vatn.