fbpx
Föstudagur 03.janúar 2025
FókusKynning

Akstur og kennsla fylgir þér alla leið

Kynning

Það kemur ekkert Guðjóni á óvart lengur

Jóhanna María Einarsdóttir
Miðvikudaginn 19. október 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Ólafur er sannkallaður reynslubolti í ökukennslu enda hefur hann kennt í átján ár. „Kennslan er persónuleg og maður verður að laga sig að einstaklingnum því að engir tveir nemendur eru eins. Kennarinn þarf að geta kennt á mismunandi hátt. Það kemur mér ekkert á óvart lengur,“ segir Guðjón Ólafur Magnússon ökukennari. Guðjón kennir einnig á sjálfskiptan bíl fyrir þá sem þurfa á því að halda. „Land Cruiser-inn er sjálfskiptur og það er alls ekki svo algengt að ökukennarar séu með þannig bíl í kennslu. En þeir sem vilja kennslu á sjálfskiptan bíl þurfa þó læknisvottorð.“

Sjálfskiptur Landcruiser
Sjálfskiptur Landcruiser

Ökuskóli fyrir bóklegt nám

Ökuskólinn er samtals 22 kennslustundir í bóklega hlutanum og skylda fyrir alla ökunema. Það er einnig orðið mun algengara að nemendur falli á bóklega prófinu en á verklega hlutanum. „Internetið hefur verið að taka svolítið við bóklegri kennslu í skólastofu og eru nú bara tveir ökuskólar eftir á höfuðborgarsvæðinu sem hafa kennslu inni í stofu með kennara,“ segir Guðjón. Guðjón er meðeigandi í Ökuskóla Kópavogs sem býður upp á bóklegt nám. Það sem er sérstakt við kennslu Guðjóns er að hann kennir bæði verklegan og bóklegan hluta námsins og þá í kennslustofu með viðstöddum nemendum. Þá eru kennd öll þau fög sem þarf að læra fyrir bóklegan þátt ökuprófsins, auk þess sem nemendur fá að spreyta sig á æfingarprófum, sem kemur sér óneitanlega vel. Í þessu umhverfi fæst mun persónulegri tenging við nemandann sem getur beint öllum sínum spurningum að kennara sem er á staðnum. Skólinn leggur ríka áherslu á að undirbúa nemendur undir bæði prófin og er þeim fylgt eftir í öllu náminu. Þannig er tryggt að nemandi sé tilbúinn í bæði prófin og því minni líkur á falli.

Guðjón Ólafur Magnússon
Guðjón Ólafur Magnússon

Hvenær má byrja að læra?

Hefja má ökunám við 16 ára aldur og sækja síðan í kjölfarið um æfingarakstur með foreldri eða öðrum aðstandanda á námstímanum með vottun frá ökukennara. Ökunám er einstaklingsnám sem miðast fyrst og fremst við getu og tíma nemandans. Námið hefst í bílnum hjá ökukennara og um leið er sótt um námsheimild hjá sýslumanni. Næstu ökutímar eru bókaðir í hverjum ökutíma hjá ökukennara og svo koll af kolli, eftir þörfum nemandans. Bóklegt nám í ökuskóla hefst svo eftir nokkra ökutíma. Fyrsti hluti bóknámsins, Ökuskóli 1, er skylda fyrir alla og er nauðsynlegt að sækja alla þá tíma áður en farið er í æfingarakstur með leiðbeinanda. Þó svo að æfingarakstur sé ekki skylda reynist hann töluvert hjálplegur við að öðlast reynslu og færni. Að sjálfsögðu er mikilvægt að nemandi hafi náð tökum á bílnum, gatnamótum og umferðinni áður en farið er í æfingarakstur. Ökuskóli 2 og 3 koma svo í framhaldi af Ökuskóla 1. Bóklega prófið má fyrst taka tveimur mánuðum fyrir 17 ára aldur og verklega hlutann má taka tveimur vikum fyrir afmælisdaginn. „Ég myndi segja að það sé æskilegra að byrja ökunám og æfingarakstur að hausti þannig að nemandi læri smám saman að aka í myrkri og við erfiðari aðstæður eins og snjó eða hálku. En í raun skiptir mestu máli að ökukennsla fari fram að degi til, á þeim tíma sem umferð er á götunum,“ segir Guðjón. Hann bætir við að það skipti miklu máli að ökukennsla sé aðalstarf kennara og að nemandi sé ekki eingöngu að læra á bifreiðina utan háannatíma. „Það getur jafnvel verið mikilvægara að læra að keyra að degi til en að vetrarlagi,“ bætir Guðjón við. En auðvitað þarf námið að henta nemandanum sem hefur lokavaldið yfir því hvenær kennsla fer fram.

Vanalegur lágmarkstími sem tekur að læra á bíl er um tveir mánuðir en flestir taka námið á lengri tíma. Flestir þættir ökunámsins eru með fast verð, eins og á við um bóklega námið, próftökugjald, prentun ökuskírteinis og annað. Í raun veltur verðið á ökunámi mest á því hversu marga tíma nemandi þarf að taka hjá ökukennara. Þá er lágmarksfjöldi tíma sextán tímar og þurfa sumir fleiri. Því hjálpar það oft mjög mikið að stunda æfingarakstur hjá völdum aðstandanda samhliða náminu til þess að öðlast reynslu og halda þannig ökutímum í lágmarki.

Guðjón og Ford Mondeo
Guðjón og Ford Mondeo

Guðjón kennir annars vegar á beinskiptan Ford Mondeo og á sérstöku tilboði kostar tíminn nú aðeins 8.900 krónur. Hins vegar kennir Guðjón á sjálfskiptan Land Cruiser-jeppa og er tíminn þar á 9.900 kr. Með lágmarksfjölda ökutíma, sem eru 16 skipti, kostar verkleg kennsla þá minnst 142.000 krónur. Með öllu má gera ráð fyrir að ökunám kosti alls 200.000–240.000 krónur.

Hægt er að hafa samband við Guðjón í síma 897-3660 eða 615-1115 eða með því að senda póst á netfangið gudjonolafur@outlook.com
Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Guðjóns, aksturogkennsla.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr