Glænýtt fjölskyldufyrirtæki í uppvexti
Búslóðaflutningar ehf. er sannkallað fjölskyldufyrirtæki enda rekið af systkinunum Söru Sigurvinsdóttur og Axeli Þorsteinssyni. Nýlega bættist litla systir þeirra inn í hópinn, Edda Sigurvinsdóttir en hún er meiraprófsbílstjóri. Einnig er pabbi þeirra Ómar þeim til halds og traust en hann hefur áralanga reynslu í sendibílaakstrinum. „Við leggjum upp úr persónulegri og skjótri þjónustu,“ segir Sara og bætir við að bílstjórar sinni útköllum hvar sem er á höfuðborgarsvæðinu og skutli hvert á land sem er, alveg heim að dyrum.
Ævintýrið byrjaði í nóvember 2015 með grænum tíu tonna sendiferðabíl. Í desember í fyrra bættist svo við tólf rúmmetra Ford Transit sem er mjög hentugur í alskyns dreifingu og minni flutninga. Fyrirtækið er í sífelldum uppvexti og nú í apríl jókst enn í flotanum. Um er að ræða tólf tonna Benz Atego með kælivél og er hann tilvalinn í stórar búslóðir og fyrirtækjaflutninga. Bílafloti Búslóðaflutninga ehf. er staðsettur í Hraunbæ í Reykjavík og flytur fyrirtækið hvert á land sem er. „Það hefur verið mjög mikið að gera hjá okkur í vor og sumar en með haustinu hefur hægt aðeins á, enda kemur þetta í bylgjum. Við erum þó starfandi allt árið og óski viðskiptavinur eftir því, þá flytjum við á nóttunni. Við erum náttúrulega þjónustufyrirtæki,“ segir Sara. Þrátt fyrir nafnið sér Búslóðaflutningar ehf. um alhliða flutninga svo sem búslóðaflutninga, píanóflutninga og fyrirtækjaflutninga. „Ef það kemst fyrir í bílunum hjá okkur þá flytjum við það,“ segir Sara.
Búslóðaflutningar ehf. er staðsett í Hraunbæ 182 í Reykjavík og með lögheimili í Laxatungu 23, Mosfellsbæ.
Viðskiptavinir geta pantað þjónustu fyrirtækisins með því að hafa samband í síma 893-5888 eða með því að senda vefpóst á buslodaflutningar@simnet.is. Nánari upplýsingar má svo nálgast á Facebooksíðu Búslóðaflutninga ehf..