fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
FókusKynning

M1 ehf. Fjölskyldufyrirtæki í fasteignaviðhaldi

Kynning

Hjón með húmorinn í lagi

Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 1. október 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

M1 ehf. er framsækið fjölskyldufyrirtæki sem sinnir almennu fasteignaviðhaldi – öllu því sem viðkemur múr- og steypuviðgerðum, almennu múrverki og málningarvinnu, bæði innan- og utanhúss, endursteiningu og múrklæðningu. Fyrirtækið eiga hjónin Kolbeinn Hreinsson, sem er múrara- og málarameistari, og Helena Hermansen, sem er viðskiptafræðingur og málari og fær málarameistararéttindi núna um áramótin. M1 ehf. er félagi í Samtökum iðnaðarins.

Kringum átta manns starfa að jafnaði í fyrirtækinu sem hjónakornin stofnuðu árið 2010, eftir að hafa lært húsamálun í kjölfar hrunsins 2007. Starfsmönnum fjölgar þó yfir sumartímann enda meira að gera þá. Kolbeinn og Helena hafa alltaf unnið sjálf í fyrirtækinu með mannskapnum og fylgst vel með öllu. „Við höfum aldrei viljað vera mjög stór, því við viljum vinna í fyrirtækinu og sjá um verkstjórn. Börnin okkar hafa líka unnið með okkur og t.d. var dóttir okkar að mála með mér í allt sumar,“ segir Helena. Kolbeinn hefur unnið við múrverk síðan um fimmtán ára aldur og hefur því gríðarlega reynslu. „Við leggjum mikla áherslu á að vanda til verks og nota eingöngu viðurkennd efni. Starfsmenn okkar fá líka oft hrós fyrir góða umgengni og framkomu,“ bætir Kolbeinn við. „Svo getum við alveg unnið saman þótt við séum hjón,“ segir Helena og Kolbeinn bætir við: „Einmitt, ég fæ alveg að ráða hvenær ég vaska upp.“ Þau eru bæði sammála um að húmor sé einn mikilvægasti hlekkurinn í vel heppnuðu samstarfi og í rekstri fyrirtækja. M1 hefur einnig tekið þátt í bæði opnum og lokuðum útboðum, á vegum verkfræðistofa og fengið fjölda verkefna gegnum þessi útboð. Einnig hafa einstaklingar og húsfélög leitað beint til M1.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

M1 hefur undanfarið unnið að eftirfarandi verkefnum:

Suðurhlíð 38.

„Eldra múrkerfi tókum við af í fyrra, gerðum við allar múr- og steypuskemmdir, og húsið var svo steinað upp á nýtt. Við tókum einnig allar flísar af svalagólfum og settum dúk og gúmmíflísar ofan á öll svalagólf, þar sem svalagólfin eru að hluta til loft íbúðarinnar fyrir neðan.“

Sólvallagata 66–68.

Húsið er tilbúið að framan. „Við gerðum við framhliðina og endursteinuðum hana árið 2012 og erum núna að gera við bakhliðina. Nú erum við að bíða eftir að fá gluggana í til að geta endursteinað baka til.“

Safamýri 59.

„Þar var öll málning tekin af húsinu og gert við allar múrskemmdir. Síðan var heilfiltað yfir alla steinfleti og loks málað.“

Hallgrímskirkja.

„Núna erum við að gera við Hallgrímskirkju. Það eru skemmdir í steypunni og lekavandamál, þá sérstaklega á þökum og stuðlabergssúlunum. Við tókum gamla þakdúkinn og munum setja nýjan,“ segir Kolbeinn. „Við höfum verið að mála þarna innandyra síðustu ár og sú málning hefur bólgnað upp vegna leka enda kominn tími á viðhald á þaki og stuðlabergssúlum. Við brjótum skemmda steypu í burtu og gerum við járnabindinguna í steypunni áður en endursteypa á súlum hefst, einnig tökum við múrkápuna að mestu leyti í burtu og gerum nýja með sömu áferð,“ bætir Helena við.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Kolbeinn vill meina að best sé að hafa reglulegt viðhald á húsum enda sé það ódýrast til lengri tíma litið. Það þarf nefnilega að halda viðhaldinu við. „Já, maður sér það núna að kreppan bitnaði töluvert á viðhaldi húsa,“ segir Helena. Það hefur verið nóg að gera hjá hjónakornunum í M1 og útskýrir Helena skilgreininguna á ehf. á skemmtilegan hátt „ehf. stendur eiginlega fyrir ekkert helv… frí“ og skellir upp úr. „Það hef ég frá góðri vinkonu minni sem hefur reynslu af því,“ bætir Helena við. Húmorinn er greinilega í lagi hjá þeim báðum. „Við hjá M1 bjóðum einstaklingum og húsfélögum að leita til okkar til að taka út eignir og gera verktilboð í kjölfarið. Ef fólk hefur áhuga á að spjalla við okkur þá mælum við með að það sé gert sem fyrst. Næsta sumar er til dæmis að fyllast hjá okkur,“ segir Kolbeinn. Hins vegar er viðhaldsvinnan ekki eingöngu bundin sumartímanum, hægt er að vinna megnið af undirbúningsvinnunni yfir veturinn. Því er um að gera að hafa samband sem fyrst við M1 og semja um viðhald á eignum.

Hægt er að hafa samband við Kolbein í síma 896-6614 og Helenu í síma 843-3230. Vefpóst er svo hægt að senda á veffangið m1@simnet.is
Fyrirtækið er staðsett að Marargötu 8, Vogum á Vatnsleysuströnd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni