fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
FókusKynning

Kósístemning og partístuð

Kynning

Boston Reykjavík Bar, Laugavegi 28b, 101 Reykjavík

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 7. október 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Boston Reykjavík Bar, Laugavegi 28b, er stundum rólegur og notalegur og stundum iðar hann af lífi og fjöri. Staðurinn er opnaður alla daga kl. 16 og þá hefst „drekkutíminn“ – Happy Hour – sem stendur til kl. 20. Bjórinn kostar þá 650 krónur og vínglas 700. Talandi um notalegheit þá býður Boston gestum sínum upp á að sitja á útisvæði sem er upphitað og með skjólgarði. Þessi upphitaði og huggulegi pallur er opinn allan ársins hring og mikið notaður.

Hvað veitingar snertir leggur Boston áherslu á einfaldleika, gæði og ferskleika. Víntegundir á barnum eru fremur fáar en allar mjög góðar. Matseðillinn er einfaldur en ferskur og boðið er upp á kjúkling, fisk og alls konar girnilegt meðlæti.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Nokkuð breiður aldurshópur sækir Boston og er fólkið frá 25 ára aldri og upp úr. Töluvert af erlendum ferðamönnum sækir staðinn. Stemningin er yfirleitt róleg framan af kvöldi en svo færist töluvert líf í mannskapinn eftir að plötusnúðarnir mæta á svæðið og keyra upp stemningu, en það er um tíuleytið á kvöldin, frá miðvikudagskvöldi út laugardagskvöld. Staðurinn er opinn til eitt á nóttunni á virkum kvöldum og sunnudagskvöldum en til klukkan þrjú á föstudags- og laugardagskvöldum. Fyrir marga sem ganga hratt um gleðinnar dyr er þetta gott fyrirpartí um helgar.
Boston er á þremur hæðum, jarðhæð, neðri hæð og efri hæð, að ógleymdum upphitaða pallinum. Efri hæðin hentar mjög vel fyrir hópa og hún er oft leigð út fyrir samkvæmi, til dæmis afmælisveislur. Þar eru líka sýndir íþróttaviðburðir á sjónvarpsskjáum, til dæmis landsleikir.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Sem fyrr segir skipar tónlistin veglegan sess á Boston, aðallega DJ-arar. Boston er opinber Off-Venue staður á tónlistarhátíðinni Airwaves. Á Facebook-síðunni Boston Reykjavík er hægt að fylgjast með öllum viðburðum framundan á staðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni