fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
FókusKynning

Einn öflugasti tónleikastaður landsins

Kynning

Græni hatturinn snýst um lifandi tónlist

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 7. október 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Græni hatturinn á Akureyri er fyrir löngu orðinn einn þekktasti tónleikastaður landsins en þar halda landsþekktir tónlistarmenn tónleika fyrir fullu húsi þrjú kvöld í viku. Frábær hljómburður og framúrskarandi aðstaða gera það meðal annars að verkum að það eru tónlistarmennirnir sjálfir sem hafa samband við staðarhaldarann, Hauk Tryggvason, og panta tónleika, en ekki öfugt. Oftast er húsið bókað marga mánuði fram í tímann.

„Hér er bara opið þegar tónleikar eru í gangi og þá er húsið opnað klukkutíma áður en tónleikarnir hefjast, eða klukkan 20 á fimmtudagskvöldum og 21 á föstudags- og laugardagskvöldum. Síðan er lokað um klukkustund eftir að tónleikunum lýkur,“ segir Haukur en hann hefur rekið Græna hattinn frá árinu 2003. Orðspor staðarins sem tónleikastaðar hefur vaxið jafnt og þétt og er mjög algengt að erlendir tónlistarmenn hafi sambandi og falist eftir því að troða upp á staðnum.

Skálmöld
Skálmöld

„Hér spilaði til dæmis hljómsveitin The Sex Pistols Experience um síðustu helgi en hún flytur tónlist hinnar frægu ensku pönkhljómsveitar The Sex Pistols. Hin heimsfræga hollenska rokkhljómsveit Focus spilaði síðan hér í fyrra. Ég hélt reyndar að þetta væri eitthvert grín þegar umboðsmaður þeirra hafði samband enda hélt ég mikið upp á þessa hljómsveit á unglingsárum,“ segir Haukur.

Græni hatturinn er staðsettur að Hafnarstræti 96 á Akureyri og að sögn Hauks er hljómburður í húsinu afskaplega góður:

„Það er afar góður viður í húsinu og timburloft. Sviðið er síðan alveg pakkað í einangrun. Auk þess höfum við allt til alls hér fyrir tónlistarmennina, alla magnara, hljóðkerfi, trommusett, Hammond-orgel og píanó.“

Aðgöngumiðar á tónleika eru seldir á vefsíðunni graenihatturinn.is og í Eymundsson en síðan eru seldir einhverjir afgangsmiðar á staðnum. Stundum selst þó allt upp á netinu. Nær alltaf er komin löng biðröð áður en tónleikarnir hefjast og húsið orðið fullt um korter eftir opnun.

Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar
Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar

Mynd: © Daníel Starrason

Áhugavert er að skoða dagskrána framundan á graenihatturinn.is en óhætt er að segja að hún sé metnaðarfull. Meðal listamanna sem koma fram á næstunni eru Bara flokkurinn, Ljótu hálfvitarnir, Skálmöld, Margrét Eir og Todmobile, Moses Hightower, Hjálmar og Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar. Enn fremur verður á næstunni haldin söngskemmtunin Örlítið meiri diskant sem er dagskrá til heiðurs tónlistarmanninum Ingimar Eydal.

John Grant
John Grant

Staðurinn tekur 180 manns í sæti en aðrir gestir njóta tónlistarinnar standandi. Bar er á staðnum þar sem hægt er að fá flesta hugsanlega drykki, áfenga sem óáfenga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni