fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
FókusKynning

Loftbóludekk frá Bridgestone allan ársins hring

Kynning

Frábær við íslenskar aðstæður

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 5. október 2016 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blizzak loftbóludekkin frá Bridgestone henta afar vel við íslenskar aðstæður. Þau eru mjög hljóðlát, míkróskorin og þægileg í öllum akstri, jafnframt því að vera frábær dekk í snjó og hálku. Hér á landi eru þau notuð sem heilsársdekk þar sem lofthitinn á sumrin er lágur miðað við annars staðar í Evrópu. Þau eru framleidd undir vörumerkjunum Blizzak DM V2 og WS80. Þessi dekk hafa skorað hátt á prófunum við norrænar aðstæður. Þá ber að hafa í huga að notkun loftbóludekkja í stað negldra dekkja dregur úr svifryksmengun. Þeir sem byrja að keyra á þessum dekkjum kaupa þau aftur og aftur bæði vegna hinna ýmsu eiginleika og kosta þeirra, sem og vegna þeirra þæginda að vera á heilsársdekkjum.

Breitt úrval hjólbarða

Betra Grip er umboðsaðili fyrir Bridgestone og selur bæði í heild- og smásölu. Bridgestone framleiðir hjólbarða í öllum stærðum og gerðum, undir fjórum merkjum; Bridgestone, Firestone, Seiberling og Bandag. Úrvalið nær því allt frá vönduðum fólksbíladekkjum upp í stór og sterk vinnuvéladekk.

Undir vörumerkjunum Bridgestone og Firestone eru framleiddir hjólbarðar undir flestar tegundir farartækja.
Undir vörumerkinu Seiberling eru framleiddir ódýrari fólksbílahjólbarðar í háum gæðaflokki. Seiberling vetralínan eru míkróskorin dekk sem eru í senn mjúk og hljóðlát, henta vel sem heilsársdekk og hrinda vel frá sér vatni.
Undir vörumerkinu Bandag eru framleiddir sólaðir hjólbarðar. Bandag hefur í gegnum árin getið sér gott orð fyrir vandaða og endingargóða vöru.

Betra Grip ehf. var stofnað árið 2005 sem þjónustuaðili og heildverslun með Bridgestone hjólbarða. Árið 2013 keypti Betra Grip Smur,- bón- og dekkjaþjónustunni og flutti alla sína starfsemi að Guðrúnatúni 4.

Mynd: OHara

Mikil þekking innan fyrirtækisins

Fyrirtækið starfrækir hjólbarðaverkstæði í Guðrúnartúni 4. Starfsmennirnir fyrirtækisins eru með allt að 30 ára reynslu og þekkingu á sviði hjólbarða og ráðleggja viðskiptavinum af einlægni og kostgæfni við rétt val á hjólbörðum.
Betra Grip eru með opið alla virka daga frá kl. 08:00 til 17:00. Síminn hjá Betra gripi er 533 3999 netfang betragrip@betragrip.is og vefsíða er www.betragrip.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni