fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
FókusKynning

Framandi matargerð frá öllum heimshornum ásamt sértækri íslenskri upplifun

Kynning
Ritstjórn DV
Laugardaginn 9. janúar 2016 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Salt Eldhús er sælkeraeldhús sem Auður Ögn Árnadóttir ákvað að stofna eftir að hafa lengi sótt slík kennslueldhús erlendis. Hún beið lengi eftir að slíkur staður yrði opnaður á Íslandi en þar sem það gerðist ekki ákvað hún að láta slag standa og opna Salt Eldhús árið 2012.

Einstakt og framandi

„Salt Eldhús er einstakt á alla vegu,“ segir Auður. „Við bjóðum upp á tvö til þrjú opin námskeið á viku fyrir almenning þar sem fámennur hópur kemur og situr námskeið í eldamennsku. Svo er mismunandi hvert þemað er hverju sinni. Við erum með fjölbreytt úrval námskeiða svo allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi. Við erum með kennara sem eru allir sérhæfðir á ákveðnu sviði: bæði útskrifaða kokka sem koma af hinum ýmsum veitingahúsum og svo áhugamenn frá mismunandi löndum sem kenna matargerð frá sínu heimalandi,“ segir hún.

Fyrir hádegi hefur Auður stílað inn á ferðamenn þar sem hún er með opin námskeið fyrir þá þar sem þeir geta kynnst íslenskri matarmenningu og matreitt úr íslensku hráefni.

Upplifunin ógleymanleg

Auður segist leggja mikið upp úr því að gera upplifun nemenda sinna ógleymanlega. Áhersla er lögð á fallegt umhverfi, góðan mat, dýrindis vín, gæða tækjakost og afbragðs kennara. „Námskeiðin eru því uppsett eins og nemendur séu að fara fínt út að borða. Það er uppvaskari á staðnum og kokkur. Þú þarft ekki að spá í frágang, aðeins njóta. Boðið er upp á vín með matnum og kokkurinn er með þér að elda matinn,“ segir Auður.

„Þetta er eina sérinnréttaða kennslueldhúsið á landinu og eina eldhúsið sem býður upp á það sem ég er með allt árið um kring,“ segir hún. Fáir komast að á hvert námskeið til að hægt sé að mæta hverjum og einum nemanda þar sem hann er staddur í eldamennskunni. „Þetta er því bæði fyrir byrjendur og lengra komna,“ segir Auður. „Með þessu er markmiðið að veita persónulega kennslu,“ bætir hún við.

Einkanámskeið í matargerð

Auður nefnir einkanámskeiðin sem eru í boði hjá Salt Eldhúsi sem fólk getur tekið en það hefur verið afar vinsælt hjá fyrirtækjum, vinahópum og saumaklúbbum að panta slík námskeið en algengt er að fyrirtæki skipuleggi hópeflis- og hvataferðir fyrir starfsmenn sína með þessum hætti svo dæmi sé nefnt. Einkanámskeiðin rúma allt frá tveimur manneskjum upp í 80 manns.

Nýtt námskeið er til dæmis bjórgerð í heimahúsum

Bóndadaginn 22. janúar verður námskeið í boði sem snýst um bjórgerð. „Þetta er nýjung hjá okkur,“ segir Auður en samkvæmt henni þá býður hún upp á 30 til 40 mismunandi námskeið á ári og reynir hún ávallt að koma með nýjungar þar sem áhersla er lögð á nýjustu tískustrauma og tíðaranda í matargerð. Það vinsælasta núna eru steikarnámskeiðin og Sous Vide eldamennskan, en ítalskt, indverskt og taílenskt heldur alltaf velli.

www.salteldhus.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“