fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
FókusKynning

Er veganúar fyrir þig?

Treystir þú þér til að sneiða hjá dýraafurðum í heilan mánuð? – Passa verður upp á B-12-vítamín

Ritstjórn DV
Laugardaginn 9. janúar 2016 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar jólahátíðin er yfirstaðin og fólk búið að borða yfir sig af alls konar kræsingum, þá leita margir leiða til að hefja nýtt ár á hollari nótum. Veganúar eða vegan-janúar er ein sú leiða, sem er líklega hvað mest krefjandi, sérstaklega fyrir þá sem vanir eru að borða kjöt, fisk og aðrar dýraafurðir. En eins og nafnið gefur til kynna, þá snýst veganúar um að sneiða hjá öllum dýraafurðum í janúar. Það er svo að sjálfsögðu undir hverjum og einum komið hvort vegan-lífsstílnum er haldið áfram. En að prófa í mánuð er líklega ágætis byrjun.

Það eru samtök grænmetisæta á Íslandi sem standa á bak við átakið en markmiðið er að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti vegan-fæðu fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd.

Í fyrstu hljómar veganúar eins og hin fullkomna leið að heilbrigðu og hollu mataræði, en þegar betur er að gáð þarftu alls ekki að borða hollt til að uppfylla þau skilyrði að vera „vegan“. Ætlir þú þér hins vegar að fá öll þau næringarefni og vítamín sem líkaminn þarfnast þá er nauðsynlegt að huga vel að því hvernig máltíðirnar eru samsettar.
Prótein og flest vítamín er hægt að fá úr hollri vegan-fæðu. Prótein fæst til dæmis úr ýmsum baunum og hnetum, tófú, kínóa, grænkáli, spínati, avókadó og ýmsu fleiru. Járn fæst til úr sojabaunum, linsubaunum, mólassa, nýrnabaunum og fleiru. Þá er einnig hægt að fá ýmsar matvörur með viðbættu járni.

Það eina sem „vegans“ geta ekki fengið náttúrulega úr því sem þeir borða er B-12-vítamín. Það fæst eingöngu úr dýraafurðum. Þeir sem aðhyllast vegan-mataræði þurfa því að passa að taka inn B-12-fæðubót ásamt því að borða fæðu sem inniheldur viðbætt B-12-vítamín.

Ýmis vegan-matvæli

Borðar þú vegan án þess að vita það?
Ýmis vegan-matvæli

Hér eru ýmis matvæli sem við flest neytum eflaust án þess að gera okkur grein fyrir því að þau eru vegan:

Þurrkað pastaBakaðar baunirFlest brauðHnetusmjörTómatsósaSinnepSterk sósa (tabasco og siracha)HrísgrjónHrísgrjónanúðlurSulta (með pektíni í stað gelatíns)HummusFranskar kartöflur (steiktar upp úr grænmetisolíu)HafragrauturBeyglur

Vegan, ótrúlegt en satt

Óhollusta eins og hún gerist best
Vegan, ótrúlegt en satt

Það gæti komið þér sérstaklega á óvart að þessi matvæli, kex og sælgæti, teljast til vegan:

Oreo kex (bæði venjulegt og ljóst)Doritos-flögur (Chilli og létt saltaðar)Walkers-flögur (ýmsar gerðir)Pringles (venjulegt, beikon og BBQ)Ritz-kexHobnobs-kex (venjulegt)Kettle-flögur (ýmsar gerðir)Ritter Sport-súkkulaði (dökkt og extra dökkt)Skittles

Vegan bjór

Það er alveg óþarfi að sleppa áfenginu
Vegan bjór

Þú þarft ekki einu sinni að hætta að drekka bjór til að gerast vegan. Hér eru nokkrar bjórtegundir sem þér er óhætt að drekka þó að þú takir þátt í veganúar:

HeinekenCarlsbergAmstelPeroniBudwiserCorona

Hægt er að kynna sér veganúar betur hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt