fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
FókusKynning

Tækniskólinn: Vefþróun og Margmiðlunarskólinn

Kynning

Spennandi og hagnýtt nám í Tækniakademíu Tækniskólans

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 8. janúar 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tækniskólinn er regnhlíf yfir fjölbreytt nám á hinum ýmsu sviðum og undir Tækniakademíu skólans er meðal annars að finna tvær eftirsóttar og framsæknar brautir, Vefþróun og Margmiðlunarskólann.

Eftirsóttir starfskraftar útskrifast frá Vefþróun Tækniskólans

Vefþróun er glæný námsbraut undir Tækniakademíu Tækniskólans sem tók til starfa síðastliðið haust. Á þessari braut útskrifast nemendur með menntun og þekkingu sem mikil þörf er fyrir í atvinnulífinu, enda er vefiðnaðurinn sívaxandi hér á landi sem og annars staðar í heiminum.

Jónatan Arnar Örlygsson er verkefnastjóri yfir námi í vefþróun:

“Nemendur fá kennslu á breiðu sviði, allt sem kemur að þróun veflausna. Nemendur fá kennslu í vefforritun og er áhersla lögð á framendaforritun, öllu því sem er sýnilegt notendum. Við erum t.d. með kúrsa í vefhönnun, notendaupplifun, frumkvöðlafræði og verkefnastjórnun. Allt gagnast þetta við gerð vefsíðna, vef-appa og hvers konar útgáfur af því sem við eigum í gagnvirkum tengslum við á internetinu í dag. Við förum djúpt í þessa þætti á meðan tölvunarfræðin í Háskólum hér á landi tæklar stærra svið, við erum sérhæfðari á þessu sviði. Við útskrifum góða framendaforritara sem hafa gott auga fyrir útliti,“
segir Jónatan.

SP: Þetta hljómar sem mjög hagnýtt nám?

„Já, við erum að útskrifa fólk sem mikil þörf er fyrir á vinnumarkaðnum. Það átti sér líka stað heilmikil samvinna við atvinnulífið þegar verið var að þróa þessa námsbraut og semja námskrána og þetta er lagað mjög að þörfum atvinnulífsins. Auk þess eru nokkrar af stærstu vefstofum landsins í nánu samstarfi, reynsluboltar í faginu taka þátt í náminu með kennslu og áhugaverðum fyrirlestrum. Námið er fjórar annir eða tvö ár og geta góðir nemendur sem útskrifast héðan gengið beint inn í fjölbreytt störf. Engu að síður gefst þeim einnig kostur á frekara námi þar sem við erum í samstarfi við mjög góðan skóla í Kaupamannahöfn, þangað geta nemendur frá okkur farið, bætt við sig einu og hálfu ári og fengið fullgilda háskólagráðu, Bachelor.“

Aðsókn á haustönnina var mjög góð og komust færri að en vildu. Jónatan segir að ein sérstaða þessa náms sé einnig sú að kennt sé í litlum hópum:

„Það er náin samvinna í þessum hópum og nemendur hafa mjög gott aðgengi að kennurum sem sinna hverjum og einum mjög vel.“

Stúdentspróf er almennt inntökuskilyrði inn í Vefþróun en þó eru gerðar undantekningar ef mikil reynsla í faginu er til staðar. Opnað verður fyrir umsóknir á haustönn fyrir lok marsmánaðar. Nánari upplýsingar um námið og umsóknir eru á vefnum vefskoli.is.

Nemendur hafa starfað við kvikmyndir Baltasars Kormáks og hjá leikjafyrirtækinu CCP

Nám í Margmiðlunarskólanum hentar þeim sem hafa áhuga á þrívíddarvinnslu, tæknibrellum fyrir kvikmyndir, tölvuleikjagerð og teiknimyndagerð. Allt þetta er hluti náms í margmiðlun. Í náminu er lögð mikil áhersla á hugmyndavinnu, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð. Skólinn leggur áherslu á að útskrifa nemendur með frjóa hugsun og vilja til að fara nýjar leiðir.

„Við förum síðan almennt mjög djúpt í alla þrívíddargerð en það er þekking sem nýtist í mjög margt annað en kvikmyndir og leiki, til dæmis í arkitektúr,“

segir Halldór Bragason, verkefnastjóri Margmiðlunarskólans. Dæmi um starfssvið nemenda sem útskrifast úr

Margmiðlunarskólanum eru tæknibrellur í kvikmyndum eins og Gravity, Everest og Guardians of the Galaxy. Flest leikjafyrirtæki á landinu hafa á sínum snærum útskrifaða nemendur úr Margmiðlunarskólanum, fyrirtæki eins og CCP og Sólfar.

Green Screen-herbergið.
Green Screen-herbergið.

„Senur úr kvikmyndunum Two Guns og Djúpinu voru líka teknar upp í Green Screen-stúdíóinu hérna. Veggirnir eru í neongrænum lit sem er síaður út fyrir þann bakgrunn sem leikararnir eru settir í en hann getur verið hvort sem er tölvugerður eða myndskeið,“

segir Halldór

Nám í Margmiðlunarskólanum tekur tvö ár og útskrifast nemendur með diplóma. Möguleiki er á að taka viðbótarár við erlenda háskóla til BA-gráðu.

„Fyrsta önnin er grunnur en eftir það þróum við þannig umhverfi að nemandinn geti tamið sér sjálfstæð vinnubrögð. Þetta er heimur þar sem er afskaplega hröð þróun og krefst stöðugrar símenntunar og við þjálfum nemendur í því að temja sér þann hugsunarhátt að halda sífellt áfram að læra.“

Margmiðlunarskólinn er ein af mörgum áhugaverðum námsbrautum og skólum sem eru undir regnhlíf Tækniskólans. Skólinn á sér hins vegar dýpri rætur en hann var stofnaður fyrir aldamótin síðustu og var einkaskóli fyrst um sinn. Nám í
Margmiðlunarskólanum fer núna fram í gamla Sjómannaskólahúsinu, húsi Tækniskólans á Háteigsvegi.

Nánari upplýsingar um námið og umsóknir er að finna á vefsvæði skólans og hjá Ragnhildi Guðjónsdóttur í síma 514 9601 eða í gegnum netfangið rag@tskoli.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni