fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
FókusKynning

Einn af miðpunktum tónlistarlífs í landinu

Kynning

Söngskólinn Í Reykjavík býður upp á nám fyrir alla, jafnt áhugafólk sem verðandi einsöngvara

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 8. janúar 2016 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hér getur fólk tekið framhaldspróf – sem er í raun stúdentspróf í tónlist, og haldið svo áfram í háskóladeild. Margir ljúka þá burtfararprófi og fara í tónlistarháskóla erlendis til frekara náms, en við eigum flesta af þeim einsöngvurum sem eru að troða upp hérna og erum auðvitað mjög hreykin af því. Síðan bætir líka hluti nemendanna við sig söngkennaraprófi og söngkennarar frá okkur eru starfandi úti um allt land, við söngkennslu, skólastjórn og tónlistarstörf.“

Þetta segir Ásrún Davíðsdóttir hjá Söngskólanum í Reykjavík, en óhætt er að segja að skólinn sé mjög miðlægur í tónlistarlífinu og hann hefur verið starfandi frá árinu 1973.

„Við höfum alla tíð verið í sambandi við alþjóðlegu samtökin The Associated Board of The Royal Schools of Music, sem er með aðalstöðvar í London, og tvisvar á ári fáum við prófdómara frá þeim, sem dæma öll próf. Þar með eru þetta alþjóðlega viðurkennd próf og síðan er líka gott að fá utanaðkomandi dómara sem þekkja ekki þá sem þreyta prófin og hafa engin önnur viðmið en frammistöðuna í prófinu sjálfu.“

Kennsla á vorönn er nú að hefjast en jafnframt er verið að taka inn nýja nemendur í pláss sem hafa losnað. Þeir sem hafa áhuga á að þreyta inntökupróf og komast inn í Söngskólann núna geta hringt í síma 552-7366 en upplýsingar um þetta er einnig að finna á heimasíðu Söngskólans.

Söngnámskeið fyrir alla

Þetta er þó bara hluti af starfsemi Söngskólans, því einnig er í boði nám fyrir unglinga og börn niður í 10 ára aldur. Þar er annars vegar um einstaklingskennslu að ræða en hins vegar mynda krakkarnir hóp og setja upp söngleiki og fleiri slík verkefni.

- Það var brugðið á leik og brostið í söng þegar ljósmyndara bar að garði.
Frá æfingu – Það var brugðið á leik og brostið í söng þegar ljósmyndara bar að garði.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

„Sumir af þessum krökkum í unglingadeildinni halda síðan áfram, fara alla leiðina í gegn og klára héðan einsöngvarapróf eða söngkennarapróf.“

Auk þess er Söngskólinn með sjö vikna söngnámskeið fyrir allan aldur, þar eru einu inntökuskilyrðin áhugi og löngun.

„Það er algengt að yngra fólkið fari inn í almennt söngnám í skólanum í framhaldi af svona námskeiði. En það er líka margt eldra fólk sem gerir sér þetta bara til ánægju og yndisauka og mætir á hvert námskeiðið á fætur öðru. Margt af því fólki syngur í kórum og þarna fær það undirstöðuþjálfun í að lesa nótur og beita röddinni rétt,“ segir Ásrún, en Söngskólinn í Reykjavík býður líka upp á helgarnámskeið fyrir kóra. Margir kórar nýta sér þann möguleika að æfa og læra í Söngskólanum yfir helgi þar sem meðal annars er í boði raddþjálfun og þjálfun í nótnalestri. Helginni lýkur síðan á litlum tónleikum sem kórinn heldur.

Nemendaóperan

Myndirnar sem fylgja þessari grein eru frá æfingum á Nemendaóperu Söngskólans. Lengra komnir nemendur eru í Nemendaóperunni og er hún yfirleitt með tvær uppfærslur á ári. Hópurinn undirbýr nú sýningu á verkinu L’Enfant et les Sortileges, eftir franska tónskáldið Ravel, sem ber heitið Töfraheimur prakkarans. Tveir af kennurum skólans stjórna sýningunni; Sibylle Köll er leikstjóri og Hrönn Þráinsdóttir tónlistarstjóri. Frumsýning verður í Hörpu í fyrstu viku febrúar.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi