Á Heimkaup.is er hægt að kaupa og selja notaðar skólabækur og sleppa þannig við langar raðir. Á síðunni er hægt að fá flestar ef ekki allar þær bækur sem kenndar eru í framhaldsskólunum.
Vilji nemandi selja bók flettir hann einfaldlega upp nafni bókarinnar á síðunni en í staðinn fyrir að velja „Kaupa“ eins og vanalega er gert í netverslun, er hægt að velja „Selja“ svo framarlega sem tekið sé við þeirri tilteknu bók. Við það myndast inneign eða mínus upphæð í körfunni.
Því næst eru bækur næstu annar settar í körfuna sem geta bæði verið nýjar eða notaðar allt eftir framboði hverju sinni, ef gömlu bækurnar kosta meira en þær nýju eignast viðkomandi inneignarkóða sem hann fær svo sendan í tölvupósti.
„Þeir sem hafa nýtt sér þjónustuna einu sinni gera það aftur og aftur enda nær starfsmaður frá Heimkaup.is í gömlu bækurnar og kemur með þær nýju. Gæti varla verið þægilegra. „ segir Friðrik Kristjánsson, markaðsstjóri hjá Heimkaup.is.
Frjálst er að nota inneignina til að kaupa hvaða vöru sem er enda úr nógu að velja, en nú eru yfir 22.000 vörur í boði á Heimkaup.is