Hlutirnir sagðir hreint út!
Myndband af reiðilestri líkamsræktarkappa í garð þeirra einstaklinga sem hugar ekki nóg að heilsunni hefur farið sem eldur í sinu um netheima. Óhætt er að segja að maðurinn í umræddu myndbandi fari alla leið í gagnrýni sinni.
Það var líkamsræktarkappinn Michael Sloggett sem vakti athygli á myndbandinu og hefur það farið víða á undanförnum dögum. Sloggett er Ástrali og stofnandi Second To None Nutrition, en fyrirtæki hans veitir ráðgjöf í tengslum við næringu, líkamsrækt og fleira sem viðkemur heilsu.
Myndbandið birti hann þann 30. desember síðastliðinn en þar segist líkamsræktarkappinn vera búinn að fá sig fullsaddann af fólki sem kemur ekki með neitt nema afsakanir fyrir því af hverju það er ekki í betra formi en það er. „Leyfðu mér að segja þér eitt um sjálfsvirðingu, ef þú hefur sjálfsvirðingu þá berðu það mikla virðingu fyrir því að hugsa um eina líkamann sem þú færð. Og skyndilega hafa allir í heiminum einhverja fjárans afsökun fyrir því af hverju þeir geta ekki verið heilsuhraustir,“ segir hann meðal annars í myndbandinu og gagnrýnir þá meðvirkni sem ríkir í garð þeirra sem ekki lifa heilsusamlegu lífi og gera ekkert í því. Hann hrósar þeim sem gera eitthvað í sínum málum en er, líkt og fyrr segir, orðinn dauðþreyttur á stanslausum afsökunum þeirra sem ekki sýna viðleitni til að breyta um lífsstíl.
Bendir hann á að hjartasjúkdómar eru ein helsta dánarorsök Bandaríkjamanna – og spilar þar óhollur lífsstíll stórt hlutverk. Reiðilesturinn heldur áfram og klikkar hann út á orðunum: „Fuck your feelings“ eða „til fjandans með tilfinningar þínar“. Sjón er sögu ríkari en myndbandið má sjá hér að neðan.
(function(d, s, id) { var js, fjs = d.getElementsByTagName(s)[0]; if (d.getElementById(id)) return; js = d.createElement(s); js.id = id; js.src = „//connect.facebook.net/en_GB/sdk.js#xfbml=1&version=v2.3“; fjs.parentNode.insertBefore(js, fjs);}(document, ‘script’, ‘facebook-jssdk’));
This guy is a beast !!! There are no words to express how right he is…You can apply this to any area of your life <3 F#*K your feelings !
Posted by Michael Sloggett on Wednesday, 30 December 2015