fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
FókusKynning

Nú þarftu aldrei aftur að stinga símanum í hleðslu

Apple vinnur að byltingarkenndri nýrri tækni

Einar Þór Sigurðsson
Laugardaginn 30. janúar 2016 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæknirisinn Apple vinnur nú að þróun nýrrar tækni til að hlaða farsíma sem gerir það að verkum að hleðslusnúrur verða með öllu óþarfar. Mun þá duga að leggja símann frá sér í ákveðnum radíus frá hleðslumiðstöð sem hleður tækið þráðlaust.

Að því er Bloomberg greinir frá gæti þessi tækni litið dagsins ljós fljótlega, jafnvel á næsta ári. Þráðlaus hleðslubúnaður er ekki með öllu óþekktur en til eru svokallaðar hleðslumottur sem hlaða símtæki þráðlaust. Þá dugar að leggja símann, eða tækið, ofan á mottuna en tæknin sem Apple vinnur að þróun á gerir það að verkum að hægt er að hlaða símann í nokkurri fjarlægð frá hleðslumiðstöðinni.

„Það sem Apple vinnur að er meðal annars hvernig hægt er yfirstíga þær hindranir sem hingað til hafa verið, til dæmis varðandi tap á orku þegar hún er flutt milli staða,“ segir heimildarmaður innan raða Apple við Bloomberg.

Þetta er ekki eina nýjungin sem Apple vinnur að þróun á því eins og greint hefur verið frá er jafnvel búist við því að engin innstunga fyrir heyrnartól verði á iPhone-7 símanum. Með því móti verður hægt að gera símann enn þynnri. Þá er orðrómur á kreiki um að Apple muni kynna nýja tækni, Li-Fi, sem myndi koma í stað þráðlausa netsins sem í daglegu tali gengur undir nafninu Wi-Fi. Wi-Fi notast við útvarpsbylgjur en Li-FI notar sýnilegt ljós (e. Visible Light Communication) og er um hundrað sinnum hraðara en Wi-FI. Auk þess að vera hraðara er Li-Fi tæknin talin margfalt öruggari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni