Útbúa skilti fyrir heimili og fyrirtæki
Skiltagerðin Graf er klassísk skiltagerð með nýtískulegum tækjum og býður upp á mikið úrval skilta og geta viðskiptavinir lagt inn beiðni fyrir sérpöntunum ef þeir kjósa svo. Fyrirtækið er til húsa í Hjallahrauni 2 í Hafnarfirði og er í eigu feðganna Hermanns Smárasonar og Smára Hermannssonar.
Skiltagerðin Graf hefur séð um að útbúa skilti fyrir hvort tveggja heimili og fyrirtæki á Íslandi frá um 1980. „Skiltin sem við höfum verið að gera hafa verið notuð til að merkja hurðir, skápa, póstkassa, skrifstofur og fleira en gaman er að segja frá því að meðal viðskiptavina fyrirtækisins eru verslunin Brynja, Pósturinn og Neyðarþjónustan í Skútuvogi,“ segir Hermann.
„Við sérhæfum okkur í almennum innanhúsmerkingum,“ segir Hermann. Sem dæmi nefnir Hermann merkingar fyrir húsfélög, á póstkassa og hurðarmerki. „Einnig búum við mikið til minni skilti eins og sundlyklamerki, barmmerki og lyklakippur,“ bætir hann við. Í framhaldinu nefnir Hermann að þeir vinni verk jafnt fyrir einstaklinga og fyrirtæki á þessu sviði.
„Fablab er vinnustofa eða hugmyndasmiðja sem sveitarfélögin standa að þar sem grafískir hönnuðir fá vettvang fyrir hugmyndir sínar en þeir geta ekki farið í framleiðslu nema með okkar aðstoð,“ segir Hermann. „Við erum sem sagt með leysigeislavél hér hjá okkur sem gerir þessum hönnuðum kleift að framleiða sínar hugmyndir þar sem þeir geta komið til okkar og fengið aðgang að þessari vél eða látið okkur vinna verkefnið fyrir þá. Við höfum því fengið tækifæri til að aðstoða marga hönnuði við að búa til alls konar hluti sem þeir selja svo í bunkum,“ segir Hermann.
Skiltagerðin Graf er opin alla virka daga frá kl. 09.00 til 17.00.
Á vefsíðunni www.graf.is má sjá þó nokkuð af sýnishornum af skiltum sem hafa verið smíðuð hjá Graf á liðnum árum.
Graf skiltagerð slf I Hjallahrauni 2, 220 Hafnarfirði I Sími 571 7808