fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
FókusKynning

Margt framundan hjá Margréti Eddu Gnarr

Kynning
Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. janúar 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Edda Gnarr er atvinnumaður í bikiní-fitness og með þó nokkur járn í eldinum. Margrét ræddi við blaðamann um það sem er framundan hjá henni, af hverju hún byrjaði í fitness og hvernig hún undirbýr sig fyrir mót.

Hvað kom til að þú byrjaðir í fitness?

„Ég hafði eitthvað fylgst með fitness hér á landi í gegnum árin en það var ekki fyrr en byrjað var að keppa í módel-fitness sem ég fékk fyrst áhuga á að keppa. Mér var oft ráðlagt að reyna fyrir mér í módelbransanum en alltaf fékk ég að heyra að ég væri of stælt og of lágvaxin svo módel-fitness flokkurinn var fullkominn fyrir mig.“

Mynd: Eva Simon Photography LLC

Hvernig undirbýrð þú þig fyrir mót?

„Ég fer eftir æfinga- og matarprógrömmum frá keppnisþjálfara mínum, Jóhanni Norðfjörð, sem er einn færasti keppnisþjálfari á landinu og einnig Alþjóðadómari hjá IFBB. Ég æfi svo keppnispósur á hverjum degi og tek slökun í Laugum Spa allavega einu sinni í viku.“

Hvernig hagræðir þú þínu mataræði?

„Keppnisþjálfari minn sér um mín matarprógrömm og fer ég eftir þeim. Ég borða sex til sjö máltíðir á dag á tveggja tíma fresti. Prógrömmin innihalda yfirleitt haframjöl, Whey-prótein, ávexti, magurt kjöt, brún hrísgrjón, sætar kartöflur og mikið magn af grænmeti.“

Hvað æfir þú að meðaltali oft í viku og hvernig er æfingakerfið sem þú notar?

„Ég lyfti sex sinnum í viku, tek auka brennslur fimm sinnum í viku og æfi KickFit tvisvar í viku. Lyftingaæfingar byrja á góðri og langri upphitun. Lyftingatækni fer eftir hvaða vöðvahóp ég er að æfa og er ég þá annaðhvort að lyfta þungu til að stækka eða léttu til að móta. Ég kenni KickFit tvisvar í viku og er mikið með á æfingunum en KickFit er æfingakerfi sem ég setti saman og er blanda af taekwondo og fitness.“

Hvað er framundan hjá þér?

„Næst á döfinni er mót sem heitir Legends Classic og er það haldið 30. janúar í Las Vegas. Þetta er fyrsta atvinnumót ársins og hlakka ég mikið til að stíga á svið eftir árs pásu frá keppnum vegna veikinda sem ég var að kljást við. Www.musclecontest.com heldur þetta mót en það heldur öll Pro-mót í Kaliforníu og Nevada. Mig hefur alltaf langað til að keppa á þeirra mótum og þau eru hrikalega flott.“

Í framhaldinu ertu að fara að keppa á Arnold Classic í Ohio í mars í annað sinn sem atvinnumaður. Hvað ætlar þú að gera öðruvísi fyrir það mót?

„Að þessu sinni ætla ég að breyta hugarfarinu og einnig mun ég mæta örlítið stæltari. Hugarfarið sem ég var með árið 2014 var „ég er rosalega heppin að vera hér“ og með því hugarfari gaf ég ekki allt í sviðsframkomuna. Núna ætla ég að hugsa eins og sigurvegari og gefa allt í undirbúning og sviðsframkomu.“

Hver eru helstu markmið þín í sportinu?

„Fyrsta markmið var að vinna mót á Íslandi, seinna markmið var að vinna stórmót og gerast atvinnumaður, þriðja markmið var að fá boð á Arnold Classic og næstu markmið eru að vinna atvinnumót og í kjölfarið fá réttindi til að keppa á Mr. Olympia“

Hver eru þín mottó?

„Allir eiga möguleika á að láta drauma sína rætast.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“