fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
FókusKynning

Fjölbreyttar vörur og úrval meðferða hjá Deluxe

Kynning

Heitsteinanudd innifalið í meðferðum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. janúar 2016 08:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snyrti- og dekurstofan Deluxe býður upp á viðurkenndar læknisfræðilegar húðvörur í Green Peel meðferðum sem eru mjög vinsælar hjá stofunni en í þeim efnum má einna helst nefna jurtaandlitsböðin. Vörurnar eru hannaðar af þýskum húðlækni og eru flokkaðar sem hágæða vörur. Vinkonurnar Gyða Agnarsdóttir og Sólrún Edda Pétursdóttir eru eigendur Deluxe og stofnuðu fyrirtækið í nóvember árið 2013. „Okkar aðalmarkmið eru ánægðir viðskiptavinir og að geta veitt þeim slökun og vellíðan. Við viljum ávallt veita okkar viðskiptavinum faglega ráðgjöf og góða þjónustu,“ segir Gyða.

Young blood förðunarvörurnar og Moroccanoil

„Við bjóðum meðal annars upp á Young Blood förðunarvörurnar sem eru afar vinsælar og eru 100% náttúrulegar,“ segir Gyða. „Um er að ræða steinefnavörur sem eru einnig vegan,“ segir hún. „Auk þess erum við með líkamsvörurnar frá Moroccanoil sem eru nýjung há okkur. Undirstaðan í þeim vörum er hrein argan-olía. Þetta eru mjög hreinar og náttúrlegar vörur. Um er að ræða húðvörur fyrir líkamann, á borð við skrúbb, olíur, handolíur og sápa,“ segir Gyða.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Bjóða upp á Sleek brow meðferð

„Valgerður Ósk snyrtifræðingur var að hefja störf hjá okkur en hún sérhæfir sig í Sleek brow meðferð sem snýst um að bæta hárum á augabrúnir og þar með þykkja þær,“ segir Gyða. „Jafnframt framkvæmum við augnháralengingar og bjóðum upp á alla almenna snyrtingu. Við erum með mjög fjölbreyttar vörur og mikið úrval meðferða,“ segir Gyða.

Eru með einstakt BB krem

„Við seljum fyrsta BB kremið (blemish balm) sem þróað var í heiminum, fyrir rúmum 50 árum. Virkni þessa krems er ótrúleg og má bera það meðal annars á bruna, kláða, strax eftir vax, á bólur: er sótthreinsandi og græðandi. Virkni þess, dregur úr bólgu í húð, róar húðina, örvar endurnýjun húðar og dregur úr kláða eftir dýrabit. Það var þróað af húðsjúkdómafræðingum og hylur mjög vel háræðaslit, stórar húðholur, roða og litabreytingar. Það hentar öllum húðtegundum og er mjög gott á bólur, þar sem það er sótthreinsandi. Það þurrkar ekki húðina og því mögulegt að setja það yfir allt andlitið eða nota sem hyljara. Það er mjög gott til að meðhöndla brunasár og önnur sár. Einnig er gott að nota það eftir lazermeðferðir,“ segir Gyða.

Heitsteinanudd innifalið í meðferðum

„Allir sem koma hingað inn í snyrtingu eða dekur fá heitsteinanudd með flestum meðferðum. Þá er viðskiptavinum gefið nudd með heitum steinum til að auka slökun og vellíðan. Ávallt fylgir dekur með,“ segir Gyða. Snyrti- og dekurstofan er staðsett í Glæsibæ og er opin alla virka daga frá kl. 10.00 til 18.00 nema fimmtudaga, þá er opið frá kl. 10.00 til 20.00 og svo laugardaga frá kl. 10.00 til 14.00.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“