fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
FókusKynning

„Alltaf betra að nota náttúrulega meðhöndlun frekar en lyf þegar kostur er“

Kynning

Dr. Baldur Tumi Baldursson húðsjúkdómalæknir

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 24. janúar 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kerecis-kremin hafa fengið ótrúlega góð viðbrögð en þau eru unnin úr olíu úr fiskroði. Kremið virkar vel til að meðhöndla ýmis húðvandamál og einkennin sem þeim fylgja og má þar nefna sem dæmi exem, psoriasis, húðnabba og fótasigg. Við ræddum við dr. Baldur Tuma Baldursson húðsjúkdómalækni um kremin og áhrif þeirra.
Hvernig eru Kerecis-kremin til komin?
„Við stofnuðum Kerecis árið 2009 til að þróa notkun á fiskroði til að meðhöndla sár og vefjaskaða. Við tókum fljótlega eftir því að húðin umhverfis sárin varð heilbrigðari og fórum að velta því fyrir okkur hvernig stæði á því. Niðurstaðan er sú að omega-3 olían í roðinu virðist hafa afskaplega heilnæm áhrif á húð.“
Baldur segir að það sé þó ekki roð í kremunum sjálfum. „Við notum ekki roðið beint heldur vinnum sérstaka olíu úr hráefninu sem við köllum mOmega-3. mOmega-3 inniheldur mikið af EPA- og DHA-fitusýrum sem tengjast heilbrigði húðarinnar. Þetta er afskaplega spennandi tækni sem við hlutum nýverið einkaleyfisvernd fyrir.“

Dr. Baldur Tuma Baldursson húðsjúkdómalæknir
Dr. Baldur Tuma Baldursson húðsjúkdómalæknir

Fjögur krem með mismunandi magni af ávaxtasýru

Hvaða jákvæðu áhrif hafa kremin á húðina?
„Húðin á okkur er byggð upp eins og múrsteinar með múrlím á milli. Múrsteinarnir eru frumurnar og múrlímið er hið svokallað millifrumuefni. Millifrumuefnið er ríkt af fitu og öðrum efnum. Við erum með nokkrar tegundir af kremum sem meðhöndla húðina og millifrumuefnið á mismunandi máta.“
Það eru fjórar gerðir af kremum sem öll innihalda mOmega-3 en mismunandi magn af ávaxtasýru. „Exem-kremið er ekki með neina sýru, Psoria sem er fyrir hreistraða húð er með meiri sýru. Svo kemur Footguard sem er fyrir fótasigg og loks Smooth-kremið fyrir innvaxin hár og húðnabba, en það krem er með mesta sýru,“ segir Baldur.
En hvaða tilgang hefur ávaxtasýran í kremunum?
„Efsta lagið í húðinni okkar samanstendur af dauðum húðfrumum og millifrumuefnum. Ávaxtasýran opnar þetta dauða efsta lag og losar upp í því. Þetta gerir mOmega-3 efnunum kleift að komast neðar í húðina og meðhöndla millifrumulagið sem ég nefndi áðan.“

Auðvelt að meðhöndla sum húðvandamál með kremunum

Þessi krem eru CE merkt sem þýðir að þau eru lækningavara en ekki snyrtivara. „Reglugerðarumhverfið fyrir lækningavörur er miklu flóknara en fyrir snyrtivörur og alls konar prófanir þarf að framkvæma áður en leyfi fæst til að CE merkja vörur. CE merkingin staðfestir að Kerecis-kremin „meðhöndli“ ýmsa húðsjúkdóma og einkenni þeirra s.s. exem, psoriasis, húðnabba og þrálátt fótasigg.“
Baldur segir reynsluna af kremunum vera afskaplega góða. „Ég starfa sem húðlæknir og sé mikið að erfiðum húðvandamálum daglega. Sum þarfnast strax meðhöndlunar eða lyfja en sum vandamál er auðvelt að meðhöndla með Kerecis-kremunum. Það er auðvitað alltaf betra að nota náttúrulega meðhöndlun frekar en lyf þegar kostur er.“

„Ekkert hefur áður virkað almennilega“

Ég greindist með psoriasis árið 2010 og hef prófað ýmislegt; krem, bakstra, breytt mataræði, til að hjálpa mér en ekkert hefur áður virkað almennilega. Ég fékk prufur af psoriasis-kreminu frá Kerecis í október 2014 og sá strax mun þegar ég byrjaði að nota það, húðin róaðist og bólgur í kringum blettina minnkuðu. Ég notaði kremið í tvær til þrjár vikur og tók svo pásu í nokkra daga þar sem ég var ekki búin að kaupa mér kremið aftur. Ég fann þá fljótt hvernig ég versnaði þegar ég hætti að bera það á mig.
Þegar ég byrjaði aftur að nota Kerecis-kremið þá fann ég strax aftur hvað ég lagaðist mikið, húðin róaðist og varð öll sléttari og margir blettir hafa nánast horfið. Ég hef ekki fengið sár eða sýkingar í blettina líkt og ég var vön áður fyrr. Einnig er þessi pirringur sem ég fann fyrir í húðinni horfinn. Viljandi ákvað ég að skilja einn blett útundan og bera ekki á hann og hann er mun verri en allir hinir.

-Rósa, snyrtifræðingur

„Hefur ekki verið svona góður í langan tíma“

Sonur minn hefur átt við að stríða vandamál sem kemur oft upp á unglingsárum, að fá bólur sem hafa verið honum til mikils ama. Hann hefur prófað ýmislegt og í desember fór hann til húðsjúkdómalæknis sem vildi láta hann prófa krem sem átti víst að kosta hálfan handlegginn. Benti ég honum á að prófa ykkar krem fyrst, við gætum þá alltaf tekið hitt út ef ekki gengi.
Eftir ekki langa notkun á Kerecis Smooth sér hann mjög mikinn mun og hefur ekki verið svona góður í langan tíma, ég vildi ég koma þessum skemmtilegu niðurstöðum áleiðis. Hef ég reyndar verið að fá eina og eina bólu sjálf sem eflaust er hormónatengt en ég hef getað haldið þeim vel niðri með því að bera á þær bæði kvölds og morgna kremið ykkar.
Kremin sem ég hef yfirleitt verið að nota hafa verið frá einhverjum snyrtivörufyrirtækjum, kostað mikið og kannski ekki gefið neinn sýnilegan árangur. Er ég því spennt fyrir því að nota meira af ykkar vöru.

-Móðir unglings með húðvandamál

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“