fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
FókusKynning

Kökulist margverðlaunað og landsþekkt bakarí

Kynning

Ný rúgbrauð með dönsku ívafi eru sannkölluð ofurfæða

Ritstjórn DV
Laugardaginn 23. janúar 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kökulist er landsþekkt fyrir súrdeigsbrauðin sín og leggur fólk víðs vegar að af landinu leið sína í Kökulist til að nálgast súrdeigsbrauðin. „Það kemur fólk alla leið frá Tálknafirði til okkar til að kaupa súrdeigsbrauðin. Margir kaupa mörg brauð til að skella í frysti og þar með tryggja sér gott brauð fram í tímann,“ segir Jón Rúnar Arilíus, annar eigandi Kökulistar. Jón á Kökulist með eiginkonu sinni, Elínu Maríu Nielsen, sem þau stofnuðu árið 1997. Fyrirtækið er í verslunarmiðstöðinni Firði í Hafnarfirði.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Landsþekkt fyrir súrdeigsbrauðin sín

„Okkar markmið er að heilla þig með hollum brauðum sem öll eru sykurlaus, fitulaus og gerlaus. Við erum einnig með 100% speltbrauð en við höfum horfið til fortíðar þegar kemur að brauðbakstri og góðum kökum þar sem við notum eingöngu gæða hráefni,“ segir Jón. „Því er löng vinnsla á brauðunum. Við gefum okkur tíma til að gera vörurnar okkar eins góðar og mögulegt er,“ bætir hann við. Eins og áður sagði kemur fólk alls staðar að af landinu til að versla brauðin. „Sumir hafa hringt og lagt inn pöntun áður en þeir leggja af stað til höfuðborgarinnar,“ segir Jón. „Það nýjasta sem við bjóðum upp á núna eru rúgbrauð sem eru afbrigði af dönskum rúgbrauðum en í þeim eru heilkorn, enginn sykur eða hveiti og engin rotvarnarefni eða geymsluefni. Þau eru sætuð með döðlum og trönuberjum og flokkast undir „ofurfæði“. Vert er að nefna að við tókum hveiti og hvítan sykur úr sumu af kökunum okkar og settum inn spelt, hrásykur og heilkorn í staðinn. Það er því orðið beinlínis hollt að fá sér sætabrauð,“ segir Jón.

Súrdeigsbrauðin hafa notið fádæma vinsælda. Þar er um að ræða alda gamlar aðferðir í brauðbakstri þar sem ekkert ger er notað við framleiðsluna.
Jón Arilíus bakari Súrdeigsbrauðin hafa notið fádæma vinsælda. Þar er um að ræða alda gamlar aðferðir í brauðbakstri þar sem ekkert ger er notað við framleiðsluna.

Eigandi Kökulistar margverðlaunaður

Jón hefur unnið til ótal margra verðlauna en hann hefur meðal annars unnið til gull-, silfur- og bronsverðlauna á tveimur heimsmeistarakeppnum og á Ólympíuleikunum. Jafnframt vann hann til tvennra gullverðlauna á Norðurlandamóti í kökuskreytingum. Einnig hefur hann unnið keppnina Bakari ársins og verið Íslandsmeistari í kökuskreytingum hér heima sem og unnið til Gordon bleu-verðlaunanna sem er æðsta orða matreiðslumeistarans. Auk þess hefur hann dæmt í heimsmeistarakeppni í Konditori.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Nýtt bakarí á Suðurnesjum

Í byrjun desember keyptu hjónin Valgeirs bakarí í Njarðvík og eru nú þegar nýjungar Jóns komnar í bakaríið og er enn fleira væntanlegt á næstu dögum samkvæmt honum. „Það kom mér í opna skjöldu hvað Suðurnesjamenn eru óskaplega vinalegir og kærleikurinn er algjörlega í fyrirrúmi hjá fólkinu sem býr hérna. Það er mikil manngæska hér á svæðinu. Margir búnir að koma og bjóða mig velkominn á svæðið. Mín upplifun er eins og ég sé að koma aftur en ekki í fyrsta skiptið. Móttökurnar hafa verið meiri háttar og er bróðurkærleikurinn mjög mikill. Þetta er einstakt. Ég er bara mjög hrærður,“ segir Jón.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“