Krydd og te tegundir sem fást hvergi annarstaðar hér á landi
Krydd & Tehúsið er með fjölbreytt úrval af kryddum, tetegundum, morgunkorni, fræjum, hnetum og fleira en verslunin býður upp á yfir 200 vörutegundir; þar af 70 vörutegundir í lausavigt og því án umbúða. Eigendurnir, hjónin Ólöf Einarsdóttir og Omry Avraham, stofnuðu fyrirtækið í fyrra og opnuðu verslunina 28. október síðastliðinn í Þverholti 7 í Reykjavík.
„Kryddin okkar og tein eru úr 100% náttúrulegu hráefni. Engin aukaefni finnast í vörunum,“ segir Ólöf. „Við leggjum mikið upp úr því að vera með ferska, náttúrulega vöru og að vera vistvæn,“ bætir hún við. Viðskiptavinir geta keypt krydd, te, fræ, hnetur og þurrkaða ávexti í lausavigt og er úr mörgu að velja. Því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi samkvæmt Ólöfu. „Hér geta viðskiptavinir komist í snertingu við vörurnar okkar þar sem við bjóðum upp á smakk og þá er hægt að finna lyktina af kryddunum til dæmis og jafnvel smakka þau áður en þeir versla hjá okkur,“ segir hún. „Gaman er að segja líka frá því að kryddblöndurnar okkar eru nýjar á Íslandi og mörg krydd og te alveg ný á íslenskum markaði.“
„Við búum til súpu sem elduð er frá grunni og bökum brauð á hverjum degi og er því heimabakað brauð með súpunni,“ segir Ólöf. Ásamt súpu og brauði erum við með kaffi- og tedrykki til að taka með. Fram undan hjá okkur er að bjóða upp á smoothies til að taka með sér.
Krydd & Tehúsið er opið alla virka daga frá kl. 09.00 til 18.00 og laugardaga frá kl. 11.00 til 16.00.
Ýmsan skemmtilegan fróðleik og upplýsingar um vörur
má sjá á facebook síðu Krydd & Tehússins.