fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
FókusKynning

Hvað er góður skrifborðsstóll?

Kynning
Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. janúar 2016 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stóllinn þarf fyrst og fremst að vera notendavænn, notandinn þarf að geta stillt hann á einfaldan hátt án átaka og án þess að þurfa að standa upp. Stóllinn þarf að vera stöðugur og hjólin þurfa að henta gólfefnunum í vinnurýminu, til dæmis henta hörð hjól á teppi en mýkri hjól á parket eða dúk. Þér ætti að líða vel eftir að hafa setið í honum í um eina klukkustund, því skiptir bólstrunin máli, ef bólstrunin er of mjúk veitir hún ekki nauðsynlegan stuðning.

Líkamar okkar eru ekki gerðir til þess að sitja allan daginn þess vegna eru skrifstofustólarnir frá Trimension sérstaklega góðir bæði fyrir þægindi og heilsu þar sem líkaminn getur hreyfst í allar áttir án þess að stóllinn verði fyrir jafnvægisbreytingum.
Sveigjanlegur Líkamar okkar eru ekki gerðir til þess að sitja allan daginn þess vegna eru skrifstofustólarnir frá Trimension sérstaklega góðir bæði fyrir þægindi og heilsu þar sem líkaminn getur hreyfst í allar áttir án þess að stóllinn verði fyrir jafnvægisbreytingum.

Æskilegt er að stóllinn geti hreyfst með þér í samhæfðri hreyfingu stólbaks og stólsetu. Stólsetan þarf að styðja vel við notandann og hana þarf að vera hægt að hækka, lækka og dýpka. Stólbakið ætti að vera hægt að hækka og lækka þannig að það styðji vel við mjóbakið. Hlutverk armanna er að létta álagi af háls- og herðavöðvunum.

Hvernig er best að sitja?

Það er ekki til neitt sem heitir „að sitja rétt“ en þó er vert að hafa nokkur atriði í huga þegar við setjumst. Liðamót, bein og vöðvar þarfnast þess að við breytum um vinnustöðu og stellingar yfir daginn og er það því eitt af aðalhlutverkum nútímalegs skrifstofubúnaðar að bjóða upp á fjölbreytni.

Hér eru nokkur atriði sem huga þarf að:

• Hafðu iljarnar á föstum fleti.
• Hafðu ekki minna en 90 gráðu horn á stóru liðamótunum í mjöðmum og hnjám.
• Hafðu smávægilegan framhalla á stólsetunni.
• Hafðu smávægilegan afturhalla á stólbakinu.
• Hafðu stuðning undir stærstum hluta læranna.
• Öll fjölbreytni er af hinu góða; þú þarft á henni að halda.

Sjúkraþjálfarar mæla með því að fólk standi upp og standi við vinnu sínu þar sem stoðkerfis vandamál hafa aukist verulega undanfarin ár vegna kyrrsetu.
Stattu upp! Sjúkraþjálfarar mæla með því að fólk standi upp og standi við vinnu sínu þar sem stoðkerfis vandamál hafa aukist verulega undanfarin ár vegna kyrrsetu.

Stattu við vinnuna

Kostir set/standborða eru ótvíræðir í ljósi þess að þjóðin er að þyngjast. Mikilvægt er að standa upp á 20 mínútna fresti og hreyfa sig, sem þú getur nú gert við skrifborðið þitt. Rannsóknir hafa verið gerðar á því hve mörgum hitaeiningum þú getur brennt með því að standa upp og standa við skrifborðið þitt. Með því að standa í 3 klukkustundir á dag, fimm daga vikunnar í eitt ár, brennir þú jafn mörgum hitaeiningum og ef þú myndir hlaupa 10 maraþon.

Hver er besta leiðin til þess að nota borðið þegar setið er?

• Byrjaðu á því að stilla stólinn þannig að fæturnir snerta gólfið með hnén í 90 gráðum.
• Stilltu svo borðið þannig að olnboginn myndi 90 gráður.
• Stilltu skjáinn þannig að augun nemi við efri brún skjásins þannig að bak og háls séu bein og í þæglegri stöðu.

Hvernig er best að nota borðið þegar staðið er við það?

• Stilltu borðið þannig að olnboginn myndi 90 gráður við borðið.
• Stilltu skjáinn þannig að augun nemi við efri brún skjásins þannig að bak og háls séu bein og í þæglegri stöðu.
• Það gæti tekið nokkra daga að venjast því að standa við vinnuna en brátt finnur þú fyrir minni þreytu og ert betur
vakandi við störfin.

Hæðarstilling á stólörmum

Upphafsstaðan er sú að herðastöðvar eru slakar og upphandleggir niður með síðum. Hafðu 90 gráðu beygju á olnboga. Síðan eru stólarmar hækkaðir þannig að þeir lyfti öxlum 1–2 cm upp. Þetta dregur úr álagi á háls- og herðavöðva.

Hæðarstilling á stólbaki

Byrjaðu að losa um stólbakið og færðu það upp eða niður þar til þú finnur mestan stuðning af því í sveigjunni neðst í mjóbakinu. Þegar þessi staður er fundinn festir þú bakið.

Ábyrgð og þjónusta

5–12 ára ábyrgð fylgir öllum skrifstofustólum Pennans. Penninn býður fullkomna viðgerðar- og viðhaldsþjónustu fyrir skrifborðsstóla.

Hægt er að skoða og máta stólana í verslunum Pennans Húsgögn í Skeifunni 10 í Reykjavík, Hafnarstræti 91-93 á Akureyri og Hafnarstræti 2 á Ísafirði.

Gerðar voru rannsóknir á yfir 250.000 manns sem notaðar voru til þróa Trimension-kerfið sem gerir að verkum að stóllinn verður einskonar framlenging á líkamanum sem tryggir hámarks þægindi.
Gerðar voru rannsóknir á yfir 250.000 manns sem notaðar voru til þróa Trimension-kerfið sem gerir að verkum að stóllinn verður einskonar framlenging á líkamanum sem tryggir hámarks þægindi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi