fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
FókusKynning

50 gráir nördar

Sleikipinnar, naglalökk, lyklakyppur og þessi drepfyndni Twitter notandi!

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. janúar 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin 50 Shades of Grey vakti talsverða athygli og umræðu í fyrra. Sumir hneyksluðust á klúrheitunum, aðrir fögnuðu inngöngu skapandi kynlífs (BDSM) í meðaljónsmenninguna, á meðan iðkendur skapandi kynlífs gagnrýndu myndina harðlega fyrir að gefa kolranga mynd af góðum siðum í slíkri ástundun. Eitt er þó víst að bækurnar seldust í bílförmum og höfundurinn E.L. James þarf ekki að hafa áhyggjur af fjárhagi sínum um ókomin ár.

Söguhetjan í góðu stuði.
Anastasia Steele Söguhetjan í góðu stuði.

Eftir að myndin kom út sáu rétthafar sér leik á borði, og tóku að framleiða ýmiss konar varning undir heiti hennar. Þannig er hægt að fá boli, nærbuxur, borðspil, skartgripi, sleikipinna, nuddolíu, bangsa, lyklakyppur, naglalökk, léttvín og auðvitað ógrynni af kynlífsleikföngum sem merkt eru 50 Shades.

Vanstilltur narcissisti segja sumir!
Herra Grey Vanstilltur narcissisti segja sumir!

Eitt það fyndnasta sem hefur komið út úr þessu ævintýri er Twitter reikningurinn 50 Nerds of Grey, en þar er gert stólpagrín að dónatalinu sem oft ríkir í samtölum sögupersónanna í myndinni (og bókunum auðvitað) og hástemmdum lýsingum á losta og rómantík.
Hér eru nokkur dæmi sem blaðamaður snaraði yfir á Íslensku:

„Kærastan hans var eins og kvaðratrótin af mínus einum. Dularfull, eftirsótt af mörgum… og ímynduð.“

Ertu tilbúin? spurði hann. Þegar ég hef lokið mér af muntu ekki geta sest niður í marga daga.
Hún kinkaði kolli.
Ok, sagði hann, og setti sófann á eBay.“

Þetta er bara of stórt! hrópaði hún, þetta mun aldrei passa!
Jú jú, sagði hann og glotti, ég er búin að þjappa skrána.

Þó að mesti æsingurinn vegna hinna gráu skugga sé liðinn mælum við eigndregið með því að kíkja á Twitter og fylgja 50 Nerds of Grey. Gjörið svo vel:


!function(d,s,id){var js,fjs=d.getElementsByTagName(s)[0],p=/^http:/.test(d.location)?’http’:’https’;if(!d.getElementById(id)){js=d.createElement(s);js.id=id;js.src=p+“://platform.twitter.com/widgets.js“;fjs.parentNode.insertBefore(js,fjs);}}(document,“script“,“twitter-wjs“);

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi