fbpx
Þriðjudagur 12.nóvember 2024
FókusKynning

Hugmyndir að hægeldun

Það er hægt að matreiða mjög fjölbreytta rétti í hægeldunarpotti – Einfalt og þægilegt

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 21. janúar 2016 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hægeldunarpottar eða „slow cooker“ njóta mikilla vinsælda um þessar mundir. Um er að ræða potta þar sem maturinn er eldaður á lágum hita í nokkrar klukkustundir. Fólk setur jafnvel hráefni í pottana áður en það fer að vinna á morgnana og þá er maturinn tilbúinn þegar heimilisfólk kemur heim á kvöldin.
Sumir virðast þó ekki alveg vita hvað er best að matreiða í slíkum pottum og festast í að gera einhvers konar pottrétti. Raunin er hins vegar sú að það er hægt að útbúa ótrúlegustu rétti með hægeldun. Það er meira að segja hægt að gera súkkulaðiköku í hægeldunarpotti.

Þétt og seig „brownie“

Galdurinn við að töfra fram guðdómlega „brownie“-súkkulaðiköku í hægeldunarpotti er að klæða hann með álpappír að innan og setja bökunarpappír í botninn. Þetta er gert til að endarnir á kökunni brenni ekki og svo auðvelt sé að ná henni úr pottinum. Best er að nota hefðbundið „brownie“-deig sem inniheldur smjör, svo kakan verði sem mýkst í miðjunni.

Mynd: Toh Kheng Guan

Dásamleg pönnupítsa

Það geta auðvitað allir búið til pítsu en þá er ekki þar með sagt að allir geti búið til góða pítsu. Það getur nefnilega þurft smá æfingu til að ná henni alveg eins og þú vilt hafa hana. Pítsa getur auðveldlega farið úr því að vera hálf hrá í ofninum í að brenna aðeins við. En ef notaður er hægeldunarpottur þá verður þetta ekki vandamál. Kosturinn við að gera pönnupítsu í hægeldunarpotti er líka sá að það þarf ekki jafn mikla olíu og ef hún væri matreidd á pönnu. Auðvelt er að finna uppskrift að hentugu pítsudeigi fyrir hægeldunarpott með leitarvélinni Google.

Lasanja frá grunni

Það er mun auðveldara en þig gæti grunað að gera lasanja frá grunni í hægeldunarpotti. Það er auðvitað hægt að nota hvaða uppskrift sem er en prófaðu þig endilega áfram með uppskriftir sem eru sérstaklega fyrir hægeldun.

Ítalskar kjötbollur

Það getur verið subbulegt að steikja kjötbollur á pönnu. Olían slettist um allt og bæði eldavél og veggir verða skítugir. Lausnin á þessu vandamáli er hægeldunarpottur. Þú þarft aðeins að brúna kjötbollurnar á pönnu og skella þeim í pottinn. Margfalt minni subbuskapur og þú getur gert eitthvað annað á meðan bollur steikjast.

Grjónagrautur

Öllum finnst grjónagrautur góður. Þér mun án efa finnast hann enn betri þegar þú kemst upp á lagið með að útbúa hann í hægeldunarpotti. Vafalaust einn einfaldasti rétturinn sem hægt er að bera á borð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni