fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
FókusKynning

Keppti við vinkonur um mestu brúnkuna: Var háð ljósabekkjum og hætti ekki fyrr en hún fékk sortuæxli

Fór í ljós þrisvar í viku – Ber á sig sólarvörn númer 50 á hverjum degi

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 20. janúar 2016 11:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún fór í ljós minnst þrisvar í viku frá sextán ára aldri og keppti við vinkonur sínar um mestu brúnkuna. Þegar hún var tvítug greindist stúlkan, Danielle Dyer, með sortuæxli sem rakið er til ljósabekkjanotkunar hennar. Í dag er Danielle 28 ára en hún sagði sögu sína í viðtali við Mail Online.

„Þegar ég horfi til baka þá er þetta eitt það versta sem ég gat gert. Ég var klárlega háð því að fara í ljós og það skipti mig engu máli þótt ég brynni,“ segir Danielle. Sem fyrr segir liðu ekki mörg ár þar til Danielle fékk sortuæxli og þó hún hafi náð fullum bata mun áhrifanna gæta um ókomin ár. Hún ber á sig sólarvörn númer 50 á andlit á hendur, jafnvel á veturna, á hverjum einasta degi og þekur allan líkamann yfir sumarmánuðina. Þá fer hún ekki í ferðalög yfir heitustu sumarmánuðina, júlí og ágúst.

Danielle er frá Southampton á Englandi og þar sem borgin er mjög sunnarlega á Englandi geta sumrin verið góð, fyrir þá sem geta notið sólarinnar á annað borð. „Ég get ekki verið í sólinni lengi,“ segir hún.

Hún segir að ljósbekkjanotkunin hafi undið upp á sig. Fyrst um sinn hafi hún farið í nokkrar mínútur í senn í ljósabekkina en þegar yfir lauk fór hún þrisvar í viku í 20 til 25 mínútur í senn í bekkina. Frá árinu 2011 hefur það verið ólöglegt fyrir ungmenni undir 18 ára að fara í ljós í Bretlandi og segist Danielle fagna banninu.

Það var svo þegar hún var tvítug að hún ákvað að fara til læknis, eða eftir að móður hennar fór að gruna að ekki væri allt með felldu. Þá var Danielle nýkomin heim úr sólinni á Tenerife, en móðir hennar hvatti hana til að fara til læknis eftir að hafa tekið eftir óvenjulegum fæðingarbletti á fæti dóttur sinnar. Það var svo nokkrum dögum síðar að í ljós kom að um sortuæxli var að ræða.

Hún gekkst undir þrjár aðgerðir en sem betur fer var krabbameinið ekki farið að dreifa sér um líkamann. Hún segist hvetja fólk til að nota ekki ljósabekki, það sé einfaldlega ekki áhættunnar virði.

Sortuæxli

Í umfjöllun um sortuæxli á vef Húðlæknastöðinnar kemur fram að sortuæxli sé hættulegasta gerð húðkrabba. Tíðni þess hefur margfaldast á síðustu tuttugu árum en talið er að aukin sóldýrkun, þar með talið sólarlandafrí og ljósabekkjanotkun skipti mestu máli. Árlega greinast hér á landi um það bil 30 sortuæxli og 30 forstigs sortuæxli. Sortuæxli er sjöunda algengasta tegund krabbameina hjá konum og tólfta hjá körlum. Þá er sortuæxli algengasta krabbamein sem konur á aldrinum 20 til 35 ára fá.En hvað er það sem veldur sortuæxli? „Eins og með hin húðkrabbameinin er óhófleg sól mikilvægasti orsakaþáttur sortuæxla. Sólbrunar auka hættuna verulega, sérstaklega ef börn eða unglingar brenna. Erfðir skipta líka máli. Til eru fjölskyldur þar sem tíðnin er greinilega hærri en gengur og gerist.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni