fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
FókusKynning

Gaman að framleiða viðurkennda hollustuvöru

Kynning

200 gr. poki af bitafiski inniheldur sömu næringu og 1 kg af ferskum flökum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. janúar 2016 06:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tradex ehf. er matvælavinnsla sem sérhæfir sig í framleiðslu á harðfiski og bitafiski með kældri þurrkaðferð. Halldór Halldórsson, framkvæmdastjóri og annar eigenda Tradex, segir tilganginn með kæliþurrkuninni vera að viðhalda ferskleika og næringargildi matvælanna en við þurrkunina, þar sem einungis vatn er dregið úr vörunni, eykst prótíninnihald fiskflakanna úr 18% í 84% að sögn Halldórs.

Fiskur stór hluti heilbrigðs mataræðis

„Sérstaða okkar er kæliþurrkun, sem gerir það að verkum að ferskleikinn heldur sér í gegnum þurrkferlið. Við framleiðum lyktarminni og bragðmildari harðfisk en almennt gerist. Það fellur stærstum hluta neytenda vel. Ekki síst yngra fólki og erlendum ferðamönnum,“ segir Halldór. „Markmið okkar er að stækka neytendahópinn verulega, enda er fiskneysla nauðsynlegur hluti heilbrigðs mataræðis. Það er gaman að framleiða og selja viðurkennda hollustuvöru,“ bætir hann við.

Með lausnir fyrir ungu kynslóðina

„Sívaxandi hópur, ekki síst yngra fjölskyldufólk, virðist vera að átta sig á því að það þarf ekki að neyða fiskinn ofan í ungu kynslóðina heldur bjóða henni rétta vöru: bitafiskinn frá okkur. Einn 200 gramma poki af bitafiski inniheldur sömu næringu og eitt kíló af ferskum flökum, eða sem samsvarar einni máltíð fyrir vísitölufjölskylduna,“ segir Halldór.

Mynd: © All rights Reserved – Sigurður Ólafur Sigurðsson

Gullskífurnar einstök vara

„Auk magnpakkninga bjóðum við líka minni pakkningar sem eru hlutfallslega dýrari. Kannski meira í ætt við það sem raunverulega þarf til þess að reka fyrirtæki með mikla fjárfestingu, starfsfólk, hráefnis- og raforkunotkun. Það er annar markaður og önnur hugsun en sú sem rekur okkur til þess að keppast við að bjóða lágt verð á stórpakkningum,“ segir Halldór. Hann bætir við: „Við erum til dæmis að framleiða svonefndar Gullskífur. Þar er áherslan lögð á að framleiða einstaka vöru, með miklu nostri. Vinnuliðurinn einn og sér við Gullskífur er til dæmis fimmfaldur miðað við bitafisk. Það, ásamt smærri pakkningum, gerir að verkum að Gullskífur eru dýrasta varan okkar. En hún er samt mjög vinsæl, enda er alltaf til hópur fólks sem vill gæðavöru af og til og er tilbúinn að borga sannvirði fyrir,“ segir Halldór.

Tradex með nokkur vörumerki

Harðfiskvörur Tradex eru seldar í nokkrum vörumerkjum. Á Íslandi eru vörumerkin Gullfiskur og Gæðafiskur hvað þekktust, en jafnframt selur Tradex harðfisk undir vörumerkinu Viking Snack. Þar er ekki síst verið að höfða til sístækkandi hóps ferðamanna, sem margir hafa áhuga á séríslenskum vörum.

Útflutningur mikill

Halldór segir útflutning skipa stóran sess hjá Tradex ehf. „Þar erum við einungis að litlu leyti að selja eigin vörumerki. Í stað þess pökkum við fyrir erlend vörumerki, sem eru með harðfisk sem eina af mörgum vörum undir sínu merki. Við viljum hafa sem allra minnsta yfirbyggingu í okkar fyrirtæki, enda þurfum við hagkvæmni og gott skipulag á öllum sviðum til þess að geta boðið samkeppnishæft verð á sama tíma og við erum með langdýrustu framleiðsluaðferðina,“ segir Halldór. „Þess vegna reynum við ekki að vinna erlenda markaði undir eigin vörumerkjum, ef það er hagstæðara að vinna með öðrum sem hafa aðgang að markaðnum og dreifingarkerfum í viðkomandi landi.“

Búa til hágæða gæludýranammi

Tradex framleiðir einnig hágæða gæludýranammi úr manneldishæfu hráefni. Vörurnar eru aðallega seldar í Bretlandi og í Bandaríkjunum í samstarfi við virtustu fyrirtækin í gæludýrabransanum í hvoru landi. „Þetta er allt annar markaður en í harðfiskinum, en þó ekki síður krefjandi. Þessi viðskipti hafa verið byggð upp hægt og rólega, en grunnurinn að því er að við höfum haft Ísland sem reynslumarkað. Við höfum ótrúlega sterka stöðu á Íslandi fyrir gæludýranammið okkar. Því hefur verið vel tekið frá upphafi, sem hefur reynst okkur ómetanlegt við að byggja upp útflutninginn,“ segir Halldór.

Spurður um framtíðina, þá telur Halldór að hún geti orðið björt. „Við verðum aldrei stórgróðafyrirtæki. Sú stefna okkar, að láta gæðin vera í fyrsta sæti og bjóða jafnframt samkeppnishæft verð, gerir það að verkum. En með vaxandi útflutningi og aukinni neyslu á innanlandsmarkaði, þá getum við náð ágætri afkomu. Reksturinn hefur alltaf verið heilbrigður og enginn borið skarðan hlut frá borði í viðskiptum við okkur. Það er fyrir öllu,“ segir Halldór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“