fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
FókusKynning

Gæðin í fyrirrúmi hjá Reykhúsinu Reykhólum

Kynning
Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. janúar 2016 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykhúsið Reykhólar hefur frá upphafi ákveðið að halda uppi kröfum um góð gæði í framleiðslunni og halda bæði ferskleika og bragðgæðum. „Það gerum við með kaupum á íslenskum gæðalaxi frá laxeldisfyrirtækinu Fjarðalaxi þar sem laxinn er alinn við bestu hugsanlegar aðstæður,“ segir Oddur Friðrik Vilmundarson, framkvæmdastjóri Reykhóla. „Með þessum ráðstöfunum þykir okkur við hafa getað uppfyllt kjörorð okkar, sem er og verður gæði og gott bragð,“ segir Oddur.

Sérhæfðir í reyktum fiski

„Við sérhæfum okkur í reyktum og gröfnum laxi og öðrum bleikfiski en ákveðið var fyrir tveimur árum að einfalda vinnsluna með því að taka nánast út alla fersklax söluna og sérhæfa okkur í því sem við erum bestir í,“ segir Oddur.
Hjá okkur eru fimm stöðugildi í fullu starfi og veitir ekki af, því vinnsla okkar byggir á mikilli handavinnu, við handflökum laxinn, handsneiðum hann og notum ekki mikið vélar til verka. Á álagstíma er bætt við fólki eftir því sem þarf,“ segir Oddur. Reykti laxinn frá Reykhúsinu Reykhólum þykir einstaklega bragðgóður og hefur hann fengið gullverðlaun árið 2014 í keppni MFK sem er haldin annað hvert ár og hlaut fyrirtækið silfurverðlaun fyrir graflaxinn.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Íslenskar matvöruverslanir og erlendur markaður

„Aðaláherslurnar okkar eru sala innanlands til matvöruverslana og hægt er að fá framleiðslu okkar víða eins og til dæmis í Krónunni, Fjarðarkaupum, Hagkaupum, Melabúðinni, Nóatúni, Kjarval og Kvosinni. Við dreifum líka til hótela, veitingastaða og í sælkeraverslunina Pure Food Hall í flugstöðinni. Það er alltaf þó nokkur útflutningur hjá okkur og eykst hann á hverju ári, aðallega til Sviss, Spánar, Bretlands og Þýskalands,“ segir Oddur. „Við höfum verið með trygga viðskiptavini innanlands og erlendis í fjölda ára sem vilja fá okkar gæðavöru. Við bjóðum fyrst og fremst upp á gæði og gott bragð og hefur það skilað okkur sterkum viðskiptatengslum við viðskiptavini,“ bætir hann við.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Starfsemin byggð á mikilli þekkingu

Reykhúsið Reykhólar var stofnað í desember 2009 af Oddi Vilmundarsyni og Aðalsteini Finsen. Báðir hafa langa reynslu af vinnslu sjávarafurða. Drög að stofnun Reykhússins Reykhóla voru lögð á vormánuðum 2009, en stofnendur fyrirtækisins voru sammála um að rými væri fyrir gæðavöru á þessu sviði á markaði hérlendis sem og erlendis. Fenginn var ráðgjafi til liðs með Oddi og Aðalsteini sem kom sér vel þar sem viðkomandi aðili hafði mjög mikla reynslu af framleiðslu og meðhöndlun á laxi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni