fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
FókusKynning

Einstakt útsýni á morgunhimninum

Allar 5 björtu pláneturnar verða sýnilegar frá jörðu samtímis

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. janúar 2016 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólkerfið er í þann mund að setja upp stórbrotið og sjaldgæft sjónarspil fyrir jarðarbúa. Pláneturnar Merkúr, Venus, Satúrnus, Mars og Júpíter verða allar sýnilegar frá jörðu þegar þær birtast í röð á ská fyrir dögun frá miðvikudeginum 20. janúar. Fyrirbærið mun sjást á himni snemma morguns daglega þar til 20. febrúar.

Þessar fimm eru kallaðar björtu pláneturnar, þar sem þær sjást yfirleitt með berum augum frá jörðu.

Júpíter rís fyrst, þar á eftir kemur rauða plánetan Mars, svo hin gullna Satúrnus, hin skæra Venus þar næst og lestina rekur Merkúr.

Risinn í öllu sínu veldi!
Júpíter Risinn í öllu sínu veldi!

Ekki stoðar að syrgja hnattstöðuna

Á Íslandi verða þær tvær síðastnefndu því miður ekki sýnilegar. „Við erum einfaldlega of norðarlega á hnettinum,“ segir Sævar Helgi Bragason formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, „samt er frábært að geta skoðað hinar þrjár, sérstaklega Júpíter. Það þýðir ekkert að svekkja sig á hnattstöðunni.“ Júpíter er skærasta fyrirbærið á morgunhimninum um þessar mundir og Mars á eftir að verða meira og meira áberandi næstu vikurnar. Satúrnus er hins vegar minna sýnileg, „það rétt glittir í Satúrnus rétt fyrir 9 á morgnana,“ segir Sævar. Fyrir þá sem eiga handsjónauka vill Sævar benda á að fjögur tungl Júpíters eru oft sjáanleg með slíkum búnaði.

Síðast var hægt að skoða pláneturnar í þessari stöðu milli 15. desember 2004 og 15. janúar 2005.

Fyrir áhugasama má benda á stjörnuskoðunaröpp sem hægt er að hlaða niður í snjallsíma, en með þeim er hægt að átta sig á himninum og staðsetningu plánetana. Öppin sem Sævar mælir með eru til dæmis Sky Safari og Starwalk.

Stjörnuskoðun í 40 ár

Starfið í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness er allt unnið af sjálfboðaliðum en aðsetur félagsins er í Valhúsaskóla. Í mars fagnar félagið 40 ára starfsafmæli sínu. „Við ætlum að fagna þessu með ýmsum hætti. Því miður getum við ekki toppað árið í fyrra þegar við fengum sólmyrkvann, það er mjög erfitt að gera það. En það er þó nóg af spennandi fyrirbærum á himninum að skoða,“ segir Sævar. „Við bjóðum fólki reglulega í stjörnuskoðun bæði í bænum og utanbæjar þar sem ljósmengun frá byggð er minni. Það kostar ekkert fyrir einstaklinga að koma og skoða stjörnur með okkur, en þegar við fáum hópa frá fyrirtækjum þiggjum við framlög til félagsins.“

Dagskrá og ýmsa fræðslu á íslensku er að finna á vef Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“