Íslensk framleiðsla í 73 ár
R.B. RÚM sérhæfir sig í hönnun á bólstruðum rúmgöflum, náttborðum og fleiri fylgihlutum, viðhaldi á springdýnum og eldri húsgögnum. „Við höfum framleitt og selt springdýnur og rúm til þúsunda ánægðra viðskiptavina úti um allt land,“ segir Birna Ragnarsdóttir einn eigenda R.B. RÚM. „Við höfum í gegnum árin framleitt rúm fyrir hótel, gistiheimili og félagasamtök og veitt fullkomna þjónustu fyrir rúmin og dýnurnar. Einnig erum við með sængur, kodda, dýnuhlífar, lök og saumum eftir óskum viðskiptavina púða og rúmteppi. Auk þess erum við með Esprit-handklæði í nokkrum stærðum og mörgum fallegum litum,“ segir Birna.
„Árið 2010 unnum við til alþjóðlegra verðlauna á International Quality Crown Awards í London, fyrir vandaða framleiðslu og markaðssetningu. Þetta eru stór verðlaun en það er bara eitt fyrirtæki í hverri grein sem fær þessi verðlaun ár hvert,“ segir Birna.
Að sögn Birnu var R.B.RÚM stofnað árið 1943 og verður því 73 ára á þessu ári. Um er að ræða rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem hefur frá upphafi haft að markmiði að uppfylla þarfir viðskiptavina sinna ásamt því að vera í fararbroddi við þróun og framleiðslu springdýna. „Vert er að nefna að fyrirtækið er í heimssamtökunum ISPA, sem eru gæðasamtök fyrirtækja sem sérhæfa sig í framleiðslu og hönnun á springdýnum,“ bætir Birna við.
Birna segir að þau leggja mikla áherslu á að þjónusta sína viðskiptavini eins vel og mögulegt er. „Við bjóðum því upp á fría heimsendingu á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu ef viðskiptavinir kaupa vörur hjá okkur fyrir 70.000 krónur eða meira,“ segir Birna.
„Við erum staðsett í Dalshrauni 8 í Hafnarfirði og hér erum við með glæsilega sýningaraðstöðu. Það er opið hjá okkur alla virka daga frá kl. 09.00 til 18.00 og laugardaga frá kl. 10.00 til 14.00. Við tökum vel á móti öllum okkar viðskiptavinum,“ segir Birna.
Hægt er að skoða allar vörur fyrirtækisins á heimasíðu þess rbrum.is.
Einnig er hægt að nálgast upplýsingar á facebooksíðu fyrirtækisins.