BYKO í Breiddinni er nú með útsölu í gólfefnadeildinni þar sem gæðavörur eru á góðu verði. Anton Kristinn Stefánsson, deildarstjóri gólfefnadeildarinnar, segir að mikið úrval sé á flísum sem viðskiptavinir geti nýtt sér á janúarútsölunni sem er í gangi núna og einnig sé hægt að fá parkett á góðu verði. „Við erum með afar gott úrval af harðparketti,“ segir Anton. Auk þess segir hann að viðskiptavinir geti gert góð kaup á hurðum, blöndunartækjum, innréttingum, baðplötum, hreinlætistækjum, borðplötum og í raun öllu fyrir heimilið.
„Við opnuðum nýjan og glæsilegan sýningarsal, Hólf og Gólf, í verslun okkar í Breiddinni í september síðastliðnum en þar er hægt að sjá allar vörur okkar uppsettar í sínu fallega umhverfi. Með salnum er markmiðið að bæta þjónustuna við viðskiptavini okkar enn frekar. Bæði til verktaka og einstaklinga í framkvæmdum. Salurinn er hólfaður frá öðrum deildum verslunarinnar og geta því viðskiptavinir notið þess að skoða sýnishorn í ró og næði og valið sinn stíl við bestu aðstæður,“ segir Anton.
„Við erum í fararbroddi hvað varðar verð, gæði og þjónustu. Við erum með mikið magn af lagervöru sem einfaldar þínar framkvæmdir en einnig bjóðum við upp á margs konar sérpantanir,“ segir Anton. BYKO býður upp á merki sem hafa margsannað sig í gegnum tíðina eins og til dæmis Gustavsberg, Villeroy & Boch, Duravit, Svedbergs, Steirer, E-Stone, Krono Original, Herholz, Damixa, Grohe og önnur gæðamerki sem mörg hver hafa fylgt BYKO í áratugi. „Úrval okkar spannar alla verðflokka og þú finnur því alltaf eitthvað hjá okkur til þess að bæta heimili þitt,“ segir Anton.
„Það er alltaf kaffi á könnunni og gott viðmót hjá okkur hérna í Breiddinni. Það er ávallt tekið vel á móti viðskiptavinum,“ segir Anton. BYKO á Breiddinni er opið alla virka daga frá kl. 08.00 til 19.00, laugardaga frá kl. 10.00 til 18.00 og sunnudaga frá kl. 11.00 til 17.00.