fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
FókusKynning

Prentmet: Hraði, gæði og persónuleg þjónusta

Kynning

Fjölskyldufyrirtæki sem hefur vaxið og dafnað með sterkri liðsheild starfsfólks

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 14. janúar 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Prentmet leggur mikla áherslu á að veita lausnamiðaða og persónulega þjónustu. Fyrirtækið er í eigu hjónanna Ingibjargar Steinunnar Ingjaldsdóttur og Guðmundar Ragnars Guðmundssonar en þau stofnuðu það árið 1992. Helstu einkenni Prentmets eru hraði, gæði og persónuleg þjónusta. Fyrirtækið er þekkt fyrir að leysa málin og standa við gefin loforð. „Stefnt er að því að ná sterkri markaðshlutdeild til að tryggja eðlilega samkeppni, hátt þjónustustig og faglegan metnað,“ segir Ingibjörg.

Framsæknasta prentsmiðja landsins

Prentmet er ein framsæknasta prentsmiðja landsins með alhliða þjónustu og frábært starfsfólk. „Prentráðgjafar okkar eru með margra ára reynslu í að þjónusta prentverk. Við erum með mestu breidd á einum stað í prentun. Við byggjum á sterkri liðsheild starfsfólks, nýjustu tækni og með markvissri sókn heldur fyrirtækið áfram að styrkja stöðu sína á markaðnum,“ segir Ingibjörg. Í framhaldinu segir hún: „Við hjá Prentmet bjóðum upp á heildarlausnir í prentgripum. Má þar nefna, nafnspjöld, skrifblokkir, bréfsefni, reikninga, umslög, foldera, möppur, stimpla, bæklinga og fleira. Við bjóðum einnig upp á það fullkomnasta í bæði offsetprentun og stafrænni prentun þar sem hraði og vönduð ráðgjöf er í fyrirrúmi. Auk þess bjóðum við upp á mikla breidd í umbúða- og bókaprentun.“

Þarfagreining og vöruþróun

„Við vinnum mjög náið með viðskiptavinum okkar,“ segir Ingibjörg. Hún segir frá hvernig Prentmet greinir þarfir viðskiptavina og hvernig fyrirtækið hefur tekið þátt í vöruþróun hjá viðskiptavinum sínum. „Hjá Prentmeti hefur þú þinn eigin sölu- og þjónustufulltrúa sem tengir þig og kröfur þínar við framsækið og metnaðarfullt fagfólk. Sölufulltrúar okkar veita þér ráðgjöf og þjónustu alla leið frá hugmynd að fullunnu verki. Þeir bregðast skjótt við óskum þínum og fyrirspurnum, eru fljótir að gera tilboð og sjá til þess að umbeðin vara verði afhent á réttum tíma,“ segir Ingibjörg að lokum. Prentmet er til húsa að Lynghálsi 1 í Reykjavík, Eyravegi 25 á Selfossi og Heiðargerði 22 á Akranesi. Opið er alla virka daga frá kl. 08.00 til 17.00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“