fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
FókusKynning

Leikandi lausnir í prenturum og ljósritunarvélum

Kynning

Lægri kostnaður, meiri yfirsýn, minni fyrirhöfn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 12. janúar 2016 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Okkar viðskiptavinir eru stórfyrirtæki og smærri skrifstofur. Við þjónustum líka allflesta grunn- og leikskóla á Stór-Reykjavíkursvæðinu hvað varðar ljósritunarvélar og prentara. Við erum stór í útleigu á prenturum og ljósritunarvélum og njóta mörg af stærstu fyrirtækjum landsins þjónustu okkar. Fyrirtækin fá þau tæki sem þau vantar og við aðlögum samninginn að prentþörfum hvers og eins. Greitt er fyrir hvert útprentað blað en ekki fyrir leigu á tækjunum sjálfum.
Þetta köllum við „Leikandi lausnir,“ segir Anna Ásgeirsdóttir, markaðs- og skrifstofustjóri hjá PLT, en fyrirtækið sérhæfir sig í þjónustu við prentun og ljósritun hjá fyrirtækjum og stofnunum.

Búnaðurinn sem PLT er með umboð fyrir er frá japanska framleiðandanum Kyocera. Sérstaða framleiðandans er langur endingartími íhluta sem tryggir öruggari rekstur.

Sífellt fleiri fyrirtæki fara þá hagkvæmu leið að leigja tækin frá PLT í stað þess að kaupa þau.

„Við sjáum til dæmis Icelandair, Sjóvá, Toyota, Reykjavíkurborg, Menntaskólanum í Kópavogi, Fjölbraut Ármúla, Menntaskólanum við Sund og fjölmörgum öðrum aðilum fyrir búnaði ásamt því að Alcoa, Norðurál og Alcan eru með búnað frá Kyocera, “ segir Anna.

Umhverfisvæn tæki

PLT hefur einnig mikið úrval af prenturum og fjölnotavélum til sölu. Aðgerðamöguleikar tækjanna eru afar mismunandi miklir og þau kosta allt frá 20.000 krónum og upp í nokkrar miljónir.

Japanska fyrirtækið Kyocera er framleiðandinn þeirra tækja sem PLT er með umboð fyrir. Í boði er margs konar aukabúnaður á tækin svo sem heftun, götun, brot og „banner“ prentun. Hægt er að búa til bæklinga, þar sem aukabúnaður getur brotið í miðju og heftað í kjöl. Öll tæki frá Kyocera eru umhverfisvæn og hefur framleiðandinn það að leiðarljósi að framleiðslan, jafnt tæki sem rekstrarvara, fái umhverfisviðurkenningar eins og t.d. „Svaninn“ umhverfismerki Norðurlanda.

„Kyo stendur fyrir Kyoto, borg umhverfismerkissáttmálans, þar sem framleiðandinn er staðsettur, og cera stendur fyrir keramik. Helstu íhlutir tækjanna eru úr keramik, sem er gríðarlega hart efni, sem þýðir að rekstur er umhverfisvænn og hagkvæmur. Langur endingatími íhluta gerir reksturinn hagkvæman, á ódýrustu tækjunum er ending íhluta 100.000 eintök. Ábyrgð á Kyocera á Íslandi er þrjú ár,“ segir Anna og bætir við:

„Prenthylkjunum er bara hægt að fleygja í venjulegt sorp eftir notkun. Þar sem eingöngu er um plast að ræða og flokkun og endurvinnsla því auðveld.“

Aðgangsstýringar

Aðgangsstýringar eru áhugaverður hluti af þjónustu PLT en þær gera fyrirtækjum kleift að takmarka prentun, hafa yfirsýn yfir prentun og lækka kostnað:

„Markmið okkar er ávallt að hafa sem fæsta prentara í fyrirtækjum og reyna að fá fyrirtæki til að minnka prentun sem er bæði gott fyrir umhverfið og dregur úr kostnaði. Við aðgangsstýringu prentast ekki beint út það sem starfsmaður setur í prentun heldur fer það í svokallað ský. Þegar starfsmaðurinn vill ná í það sem hann setti í prentun fer hann að tækinu með sérstakt aðgangskort sem hann leggur að því til að prenta út það sem hann setti í prentun. Ef þá kemur í ljós að ætlunin var að bæta einhverju við eða eitthvað geymdist þá er alltaf hægt að kalla skjalið til baka.“

Aðgangsstýringar leiða til þess að fólk prentar aðeins út það sem þarf að prenta. Óþarfa prentun er hætt en auk þess gerir þetta fyrirtækinu kleift að fylgjast með prentun hjá hverri deild og hafa góða yfirsýn yfir þennan kostnað og grípa inn í ef óeðlilega mikil prentun á sér stað.

„Mörg fyrirtæki hafa ekki spáð nógu mikið í hvað þau eru að eyða miklum peningum í útprentun en þetta getur orðið ótrúlega mikill kostnaður ef ekki er fylgst með þessu, ekki er bara sparnaður í krónum og aurum heldur einnig í ummáli því mikið magn af pappír sparast ásamt því að lager af rekstrarvöru minnkar til mikilla muna,“ segir Anna.

PLT er staðsett að Sóltúni 20, 104 Reykjavík, í botninum hjá Hátúni. Best er að kynna sér þjónustuna með því að hringja í síma 578-7160 en vefur fyrirtækisins er www.plt.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Aftur sektaðir af KSÍ
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi