fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
FókusKynning

Fjölbreytt vöruúrval hjá AJ Vörulistanum

Kynning

Allt á milli himins og jarðar sem tengist skrifstofunni, skólumi og vöruhúsum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. janúar 2016 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

AJ Vörulistinn er með yfir 15.000 vörunúmer í vefverslun sinni, www.ajvorulistinn.is, og býður því upp á fjölbreytt vöruúrval. Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi á markaði á sviði skrifstofu-, skóla-, vöruhúsa- og verkstæðishúsgagna með aðstoð nútíma tækni. Fyrirtækið er að mestu leyti póstverslun en hefur einnig þróað netverslun á síðustu árum til að mæta kröfum samtímans. Starfsmenn fyrirtækisins koma í heimsókn ef þess er óskað, veita ráðgjöf og koma með hugmyndir að lausnum. Fyrirtækið býður einnig upp á að teikna inn í rými eftir þörfum viðskiptavina en það er háð því að verslað sé við AJ Vörulistann. Í fyrirtækinu starfar framreiðslumeistari sem veitir veitingahúsum og hótelum ráðgjöf. Að auki starfa hjá fyrirtækinu lýðheilsufræðingur og kennari sem veita ráðgjöf á sviði vinnuverndar og menntunar. Einnig hefur fyrirtækið aðgang að sænsku ráðgjafafyrirtæki (ProFlow) sem sérhæfir sig í bestun og flæði innan vöruhúsa og fleira.

Vefverslun AJ Vörulistans er hér

Vefverslunin

AJ Vörulistinn rekur eina af glæsilegustu vefverslunum landsins og segir Jón að vefverslunin njóti æ meiri vinsælda og pöntunum hafi fjölgað mikið ár frá ári enda má finna þar meira en 15.000 vörunúmer eins og áður sagði.

Eigendur AJ Vörulistans

Árið 2004 urðu hjónin Jón Bender og Guðrún Ragnarsdóttir umboðsaðilar fyrir AJ Vörulistann á Íslandi en sænska fyrirtækið AJ Produkter hefur starfað frá árinu 1975.

Sérhæfa sig á mörgum sviðum

Jón segir að í AJ Vörulistanum séu ótal vörur í boði enda er hægt að panta allt á milli himins og jarðar sem tengist skrifstofunni, skólum, iðnaði og vöruhúsum. „Það sem er einna vinsælast hjá okkur eru hæðarstillt skrifborð, skrifborðsstólar, kaffistofuhúsgögn, stálskápar og tússtöflur sem eru hugsaðar fyrir skrifstofur og skóla,“ segir Jón. Í framhaldinu nefnir Jón sýningarsalinn sem er með þverskurð á vörunum sem AJ Vörulistinn býður upp á og reglulega eru nýjar vörur settar fram í salinn.

14 daga skilafrestur
„Mögulegt er fyrir viðskiptavini að skila vöru, ef varan hentar ekki, innan 14 daga frá því að hún er afhent,“ segir Jón. Jafnframt er í boði frí heimsending á höfuðborgarsvæðinu ef keyptar eru vörur fyrir meira en 350.0000 krónur. „Auk þess er að lágmarki þriggja ára ábyrgð á vörunum en AJ Vörulistinn leggur mikla áherslu á að bjóða upp á gæðavörur á góðu verði,“ segir Jón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni