Bæði börn og fullorðnir þurfa um 20 til 30 grömm af trefjaefnum daglega
Trefjar hafa margvísleg jákvæð áhrif á líkamann, eins og að stuðla að reglulegum hægðum og koma í veg fyrir hægðatregðu og harðlífi. Þetta stuðlar að heilbrigðari ristli og dregur úr líkum á gyllinæð og ristilpokum. En það er mikilvægt er að hafa í huga að drekka nóg vatn samhliða trefjaneyslu. Þá virðist sem leysanleg trefjaefni í baunum, höfrum, hörfræjum og hafrahýði lækki magn vonda kólesterólsins í blóðinu. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að trefjar geti stuðlað að lækkun blóðþrýstings og dragi úr bólgum. Hollt og trefjaríkt mataræði er einnig talið draga úr hættu á þróun sykursýki 2.
Trefjarík fæða hefur einnig góð áhrif á þann hátt að maður er lengur að tyggja hana. Þannig fær líkaminn tíma til að átta sig á að hann er ekki svangur og minni líkur eru á því að fólk borði yfir sig. Þá gera trefjaefnin fæðuna fyrirferðarmeiri og hún dvelur lengur í maganum. Seddutilfinningin varir því lengur.
Bæði börn og fullorðnir þurfa um 20 til 30 grömm af trefjaefnum daglega til að viðhalda góðri heilsu. Hér eru dæmi um einstaklega trefjaríka fæðu sem gott er að leggja sér til munns.