fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
FókusKynning

Borðaðu trefjar og bættu heilsuna

Bæði börn og fullorðnir þurfa um 20 til 30 grömm af trefjaefnum daglega

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. janúar 2016 15:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trefjar hafa margvísleg jákvæð áhrif á líkamann, eins og að stuðla að reglulegum hægðum og koma í veg fyrir hægðatregðu og harðlífi. Þetta stuðlar að heilbrigðari ristli og dregur úr líkum á gyllinæð og ristilpokum. En það er mikilvægt er að hafa í huga að drekka nóg vatn samhliða trefjaneyslu. Þá virðist sem leysanleg trefjaefni í baunum, höfrum, hörfræjum og hafrahýði lækki magn vonda kólesterólsins í blóðinu. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að trefjar geti stuðlað að lækkun blóðþrýstings og dragi úr bólgum. Hollt og trefjaríkt mataræði er einnig talið draga úr hættu á þróun sykursýki 2.

Trefjarík fæða hefur einnig góð áhrif á þann hátt að maður er lengur að tyggja hana. Þannig fær líkaminn tíma til að átta sig á að hann er ekki svangur og minni líkur eru á því að fólk borði yfir sig. Þá gera trefjaefnin fæðuna fyrirferðarmeiri og hún dvelur lengur í maganum. Seddutilfinningin varir því lengur.

Bæði börn og fullorðnir þurfa um 20 til 30 grömm af trefjaefnum daglega til að viðhalda góðri heilsu. Hér eru dæmi um einstaklega trefjaríka fæðu sem gott er að leggja sér til munns.

Magn trefja: 10,3 grömm í meðalstórum ætiþistli. 7,2 grömm í hálfum bolla af ætiþistlum.
Þistilhjörtu/ætiþistlar Magn trefja: 10,3 grömm í meðalstórum ætiþistli. 7,2 grömm í hálfum bolla af ætiþistlum.

Magn trefja: 7,5 grömm í hálfum bolla.
Svartar baunir Magn trefja: 7,5 grömm í hálfum bolla.

Magn trefja: 4 grömm í hálfum bolla.
Hindber Magn trefja: 4 grömm í hálfum bolla.

Magn trefja: 3,2 grömm í 1/4 bolla.
Pistasíur Magn trefja: 3,2 grömm í 1/4 bolla.

Magn trefja: 3 grömm í 3/4 bolla.
Rósakál Magn trefja: 3 grömm í 3/4 bolla.

Magn trefja: 5,5 grömm í einni meðalstórri peru.
Perur Magn trefja: 5,5 grömm í einni meðalstórri peru.

Magn trefja: 6,2 grömm í hálfum bolla.
Kjúklingabaunir Magn trefja: 6,2 grömm í hálfum bolla.

Magn trefja: 3,6 grömm í 1/4 bolla af ristuðum fræjum.
Sólblómafræ Magn trefja: 3,6 grömm í 1/4 bolla af ristuðum fræjum.

Magn trefja: 3,8 grömm í hálfum bolla.
Brómber Magn trefja: 3,8 grömm í hálfum bolla.

Magn trefja: 3,5 grömm í þremur bollum.
Loftpoppað poppkorn Magn trefja: 3,5 grömm í þremur bollum.

Magn trefja: 6,7 grömm í hálfu avókadó.
Avókadó Magn trefja: 6,7 grömm í hálfu avókadó.

Mynd: © 2007 Oliver Hoffmann

Magn trefja: 7,5 grömm í hálfum bolla af elduðum baunum.
Linsubaunir Magn trefja: 7,5 grömm í hálfum bolla af elduðum baunum.

Magn trefja: 6,3 grömm í einum bolla af elduðu spaghettí.
Heilhveitispaghettí Magn trefja: 6,3 grömm í einum bolla af elduðu spaghettí.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“