fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
FókusKynning

Ásgeir vill banna börnum að kaupa sykraðar vörur

Engin ástæða til að fara öðruvísi að varðandi sykur en áfengi og tóbak

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 12. janúar 2016 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Samkvæmt rannsóknum matvælastofnanna um allan heim þá er hvítur sykur aðal orsakavaldur ofneyslu á mat, sem leiðir til ofþyngdar, þunglyndis og áunnum sjúkdómum samanber sykursýki. Það hefur verið gefið út að of mikil neysla sykurs getur verið jafn hættuleg og misnotkun áfengis og tóbaks. Þá hljótum við að spyrja. Af hverju má lítið barn fara út í búð og kaupa sér sykraða fæðu eða sykraða drykki eins langt og peningurinn sem þau bera á sér nær,“ spyr Ásgeir Ólafsson þjálfari til 27 ára og höfundur metsölubókarinnar Létta leiðin í pistli sem vakið hefur talsverða athygli.

Í pistlinum, sem nálgast má í heild sinni á Bleikt.is spyr Ásgeir hvers vegna ekki þurfi ákveðinn aldur til að kaupa fæðu sem inniheldur hættulega háan sykurstuðul.

„Af hverju þarf ég að verða orðinn 20 ára til að kaupa mér eina bjórdós og 18 ára til að fá mér eina rettu, ef barn má fara á hverjum degi út í búð að kaupa sér eins mikinn sykur og það vill þegar hvítur sykur er talinn svona hættulegur í óhófi,“ spyr Ásgeir sem fer ítarlega í saumana á afleiðingum sykurneyslu. Bendir hann á að viðbættur sykur beri engin nauðsynleg næringarefni sem við þurfum til að lifa. Það eina sem hann geri sé að skaffa aukahitaeiningar og rugla í blóðsykrinum hjá fólki. „Engin næringarefni sem þú þarft á að halda til að lifa heilsusamlegu lífi finnur þú í hvítum sykri.“

„Ofneysla sykurs hefur verið tengd við ofþyng, of háan blóðþrýsting, þunglyndi, hausverki, þreytu, útbrot og of lágan blóðsykur sem dæmi sem eykur líkur á áunninni sykursýki.
Sykur getur einnig haft áhrif á skapsveiflur og aukið verulega á streitu. Sé litið til allra þessara rannsókna sem hafa verið lagðar fram, og það oft á ári, er staðreyndin þá sú, að okkur er nokksama um það að börnin okkar kunna að líða slíkar raunir líkt og ég lýsi hér að ofan, eða hvað? Vegna of mikillar sykurneyslu? Nei auðvitað ekki. Við bara vitum ekki betur,“ segir Ásgeir.

En samfélagið virðist loka á þessar staðreyndir af því að sykur er í svo mörgum matvælum að það hlýtur bara að vera í lagi

Bendir hann á að ef þessu væri öfugt farið, ef sex ára gömul börn mættu ganga inn í verslun og kaupa sér sígarettur og bjór. „Það myndi líklega einhverjar háværar raddir heyrast og við foreldrar tækjum þá fulla stjórn á uppeldishlutverki okkar. Af því við viljum standa okkur. Við ættum að gera það líka með sykurinn.
En samfélagið virðist loka á þessar staðreyndir af því að sykur er í svo mörgum matvælum að það hlýtur bara að vera í lagi. En staðreyndin er sú að það er ekki í lagi.“

Ásgeir bendir á að að ef maður borðar 100 hitaeiningar umfram það sem líkaminn brennir á hverjum degi af einföldum kolvetnum þyngist maður um 2,5 kíló á ári. Og ef hitaeiningarnar eru 500 fleiri er þyngdaraukningin 12-15 kíló á aðeins einu ár. Mjög auðvelt sé að borða 200-400 hitaeiningum of mikið á dag að meðaltali án þess að taka eftir því. Ekki sé þörf á frekari rannsóknum, það eina sem vanti sé vitundin, skýrari reglur og að viðurkenna að við neytum hvíts sykurs í of miklum mæli. Ásgeir endar pistilinn á þessum orðum:

„Mín hugmynd er þessi. Sú fæða sem inniheldur skaðlega mikið og úr hófi af hvítum sykri, skal ekki seld fólki undir 18 ára og sé þá vitnað í allar þessar rannsóknir sem við eigum. Við ættum ekki að fara neitt öðruvísi að þessum skaðvaldi en við gerum með bræður hans, áfengi og tóbak. Ef þetta bann kæmi á, myndu framleiðendur vörunnar breyta henni og lækka sykurstuðulinn og sumir halda áfram að neyta hennar, en hún yrði líklega ekki jafn góð á bragðið.
Sem er frábært. Eða ætlum við fyrst að hugsa um risafyrirtækin og hvernig fer fyrir þeim en okkur sjálfum? Við hljótum að vera mikilvægari en þau er það ekki? Það getur ekki verið í lagi að risafyrirtækin stýri þessu ofar heilu samfélagi. Það er heldur ekkert hættulegt að drekka einn bjór þó svo að ég mæli ekkert með því að gera það. Það er magnið af áfenginu, einingarnar, og magn tóbaksins sem er hættulegt alveg eins og það er magnið af hvíta sykrinum sem getur verið lífshættulegur þér og fjölskyldunni þinni.“

Pistilinn má lesa í heild á Bleikt.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“