fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
FókusKynning

Auðveldar íslenskum ungmennum menntaskólagönguna

Kynning

Framhaldsskoli.is: Nýr vefur fyrir framhaldsskólanema

Ritstjórn DV
Mánudaginn 11. janúar 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framhaldsskoli.is er nýr vefur sem er hugsaður fyrir nemendur á framhaldsskólastigi þar sem boðið er upp á stuðning við valdar kennslubækur og áfanga í framhaldsskólum. Stuðningurinn felst meðal annars í gagnvirkum þjálfunarspurningum, myndbandsskýringum, ýmsum gagnvirkum þjálfunaræfingum, hljóðbókum og rafbókum. Eigendur síðunnar, Ingólfur Kristjánsson og Jökull Sigurðsson, segja þetta vera einu síðuna fyrir íslenska framhaldsskólanema sem býður upp á stuðning eins og þennan, sem er tengdur völdum kennslubókum og/eða sértækum vefsíðum sem nýtast nemendum með beinum eða óbeinum hætti.

Efni í boði

Framhaldsskólanemar geta nálgast margs konar efni á vefnum og má til dæmis nefna stærðfræðiskýringar á myndbandi, námsbækur, skýringar á helstu málfræði- og bókmenntahugtökum ásamt sögum á íslensku og ensku með skýringum og upplestri og margt fleira. Auk þess er boðið upp á stórt og vandað rafbókasafn og hljóðbókasafn þar sem nemendur geta halað niður heilu bókunum á tölvuna sína eða síma. „Við erum að bæta við efni inn á síðuna í hverjum mánuði,“ segir Ingólfur annar eigenda síðunnar. Ingólfur segir í framhaldinu frá þeirri miklu ánægju sem nýi vefurinn hefur haft í för með sér og er hann spenntur fyrir framhaldinu.

Spyrillinn

Ingólfur er afar stoltur af Spyrlinum sem er einnig í boði á vefnum þar sem nemendur geta valið kennslubækur og tekið próf úr þeim. Spyrillinn er þannig uppsettur að hægt er að velja ákveðinn kafla úr kennslubók og svara spurningum úr efni viðkomandi kafla. Forritið fer svo yfir svör nemandans og segir honum hvað var rétt og hvað var rangt. Nemandinn getur í framhaldinu tekið allt prófið úr kaflanum aftur eða svarað aftur aðeins þeim spurningum sem hann svaraði rangt í upphafi. „Okkar von er sú að kennarar nýti sér Spyrilinn til að bæta við í kennsluna sína og skapa umræður,“ segir Ingólfur. Hann telur tækifærin vera mörg sem væri frábært að nýta til að auðvelda íslenskum ungmennum menntaskólagöngu sína.

Verð í lágmarki

„Við leggjum áherslu á að halda verðinu eins lágu og við getum,“ segir Ingólfur. Mánaðargjaldið er 1.490 krónur og ársgjaldið 12.900 krónur. Ástæðan fyrir svona lágu verði er sú að sem flestir geti átt möguleika á að nálgast efnið þeirra.

www.framhaldsskoli.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“