fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
FókusKynning

JSB – Dans og líkamsrækt fyrir alla

Kynning

Kraftmikil líkamsræktarstöð og fjölbreytt dansnámskeið fyrilar alla aldurshópa

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. janúar 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsemi JSB, Lágmúla 9, er tvískipt, annars vegar er um að ræða Danslistaskólann og hins vegar JSB líkamsrækt. Í heildina er starfsemin afskaplega fjölbreytt og aldurshópur viðskiptavina að sama sama skapi breiður. Starfsemi Danslistaskólans skiptist í þrennt:

„Í fyrsta lagi er listdansbraut sem metin er til stúdentsprófs og nemendurnir eru frá 16 ára aldri. Einnig erum við með grunnstig á listdansbraut sem er fyrir nemendur frá 12 ára aldri. Þetta er allt inni í menntakerfinu. Margir af fyrrverandi nemendum okkar eru í listdansnámi í Listaháskólanum og sambærilegum skólum erlendis. Það er dansandi JSB-lið úti um allt Ísland og út um allan heim,“ segir Þórdís Schram hjá JSB. En Danslistaskólinn er ekki bara fyrir verðandi atvinnudansara, öðru nær:

„Innan Danslistaskólans erum við líka með Jassballettskólann sem er bara almennt jassballettnám fyrir nemendur frá 3 ára og upp í tvítugt. Þetta er í raun tómstundastarf fyrir börn og ungmenni. Krakkarnir geta valið um að vera frá tvisvar upp í fjórum sinnum í viku. Aðalmarkmiðið er að hafa gaman og virkja dansgleðina í sér. Það eru ekki tekin próf og ekki verið að dæma fólkið eins og á listnámsbrautinni. Æfingaálagið er síðan auðvitað minna en á listdansbrautinni þar sem krakkarnir eru að æfa 15–20 tíma á viku.“

Að sögn Þórdísar eru líka strákar í Danslistaskólanum en þó í miklum minnihluta. Eru það allt drengir sem eru upprennandi dansarar.

- fagstóri í nútímalistdansi á listdansbraut JSB
Þórdís Schram – fagstóri í nútímalistdansi á listdansbraut JSB

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Þriðji hlutinn af Danslistaskólanum er síðan Dansstúdíó, sem er öllum opið og er fyrir alls konar fólk, 16 ára og eldri.

„Þetta hentar þeim sem dönsuðu einu sinni eða þá sem hafa alltaf látið sig dreyma um að dansa, eða fyrir alls konar sviðslistafólk sem vill bæta við sig dansþekkingu. Þetta er opið öllum óháð aldri (yfir 16 ára) og getu. Það er fólk upp í fimmtugt sem kemur í Dansstúdíóið,“ segir Þórdís.

JSB líkamsrækt: Konur frá 16 ára og upp að níræðisaldri

„Það eina sem tengir líkamsræktarstöðina við dansinn er sú staðreynd að flestir líkamsræktarkennararnir eru með dansbakgrunn“ segir Þórdís en JSB rekur umfangsmikla, fjölbreytta og kraftmikla líkamsræktarstöð sem er eingöngu opin konum.

„Við erum með yfir 100 tíma á töflu og við leggjum mikið upp úr hóptímum þar sem er þjálfari inni í sal með fólki,“ segir Þórdís. Tímarnir einkennast af mikilli hvatningu og góðri stemningu. Hóparnir eru jafnframt mjög fjölbreyttir:

„Við erum búin að setja upp nýtt æfingakerfi sem heitir JSB 1-2-3 sem samanstendur af 30 mínútna tímum. Hugmyndin er sú að þú getur alltaf mætt í ræktina, líka þó að klukkan sé hálf átta eða átta. Við byrjum alltaf nýjan tíma á hálftíma fresti.“

Sem dæmi um fjölbreytnina þá eru annars vegar í gangi lífsstílsnámskeið fyrir konur á aldrinum 16 til 25 ára sem eru í yfirvigt eða vilja breyta ímynd sinni og bæta sjálfstraust, læra að borða rétt og svo framvegis; og hins vegar lokaðir hópar fyrir eldri konur.

„Við erum mjög upptekin af því að kenna fólki að borða rétt til frambúðar því þetta er engin skyndilausn. Þetta snýst um lífsstílsbreytingu og að vera í góðu formi,“ segir Þórdís, en varðandi eldri konurnar segir hún:

„Við erum með konur hérna sem eru að nálgast níræðisaldurinn, sem eru búnar að vera frá opnun fyrirtækisins. Þannig að þetta eru margar kynslóðir sem æfa hérna.“

Það segir sitt um fjölbreytni starfsemi JSB og fjölbreyttan hóp þeirra sem þangað sækja sér danskennslu og líkamsrækt að yngsu dansnemendurnir eru þriggja ára og elstu konurnar í líkamsræktarhópum eru um áttrætt.

Fjölbreyttar upplýsingar um bæði JSB líkamsrækt og Danslistaskólann má fá á vefsíðu fyrirtækisins

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Aftur sektaðir af KSÍ
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi