fbpx
Fimmtudagur 28.nóvember 2024
FókusKynning

Skolphreinsun Ásgeirs – Á vaktinni allan sólarhringinn

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 23. september 2016 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Faðir minn byrjaði með þetta upp úr 1975 og ég fór ungur að vinna með honum. Ég hef síðan haft þetta að aðalstarfi síðan árið 2000,“ segir Ásgeir Ásgeirsson sem rekur Skolphreinsun Ásgeirs. Ásgeir er því kominn með afar langa starfsreynslu í faginu og margir treysta á þjónustu hans þegar upp koma stífluvandamál, sem oftar en ekki þola ekki mikla bið.

„Við erum meira í þessum innanhússvanda, losum stíflur frá baðkörum, vöskum og klósettum. Það eru hins vegar holræsabílarnir sem aðallega sinna vandamálum í stærri lögnum,“ segir Ásgeir en hann þjónustar jöfnum höndum íbúðareigendur, húsfélög og fyrirtæki.

„Við erum á vaktinni allan sólarhringinn og reynum að svara útköllum hvenær sem er. Bróðir minn er með mér í þessu og það má treysta því að annar okkar sé alltaf á vaktinni,“ segir Ásgeir.

Ásgeir notast við tæki sem eru færanleg og hann tekur með sér inn í hús. Má þar nefna rafmagnssnigla og háþrýstidælur. „Rafmagnssniglarnir eru með gorma sem snúast og við þræðum þá inn í rörin. Þeir safna í sig hárum og pappír sem á ekki að vera í lögnunum, en láta klósettpappír vera,“ segir Ásgeir.

Hann notast einnig við lagnavélar sem geta verið afar mikilvægar í að greina upptök og staðsetja vandamálin í lögnunum.

Að sögn Ásgeirs eru stífluvandamál algengari í eldri hverfum borgarinnar þar sem lagnir eru gamlar en stíflur geta þó líka komið upp í nýjum hverfum – raunar hvar sem er.

Stíflulosun er pöntuð með því að hringja í símanúmerin 861-5786 eða 892-7260.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Umpólun Snorra?

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni