fbpx
Þriðjudagur 14.janúar 2025
FókusKynning

Furðulegar matarvenjur Íslendinga vekja athygli erlendis

Prins Póló, skyr og brennivín í umfjöllun CNN

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 14. september 2016 13:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska fréttaveitan CNN fjallar um furðulegar matarvenjur Íslendinga á forsíðu sinni í dag. Þar er fjallað um nokkrar tegundir matvæla sem Íslendingar leggja sér til munns, meðal annars hinn klassíska hákarl, íslenska brennivínið og svið svo dæmi séu tekin.

Greinarhöfundur er þýski bloggarinn og dálkahöfundurinn Marcel Krueger sem er Íslandi að góðu kunnur. Hann hefur til að mynda skrifað greinar fyrir Reykjavík Grapevine, Daily Telegraph og Süddeutsche Zeitung svo dæmi séu tekin.

Þekkt fyrir margt annað en mat

Krueger segir í grein sinni að Ísland sé þekkt fyrir fallegt landslag, heitar náttúrulaugar og gott fótboltalandslið en enn sem komið er sé Ísland ekki beint þekkt fyrir framúrskarandi matargerð. Það kunni þó að breytast með auknum straumi ferðamanna til landsins.

Í grein sinni tiltekur Krueger tíu tegundir matvæla sem Íslendingar leggja sér til munns. Allt eru þetta matvæli sem kunna að þykja nokkuð framandi í augum útlendinga.

Kæstur hákarl og skyr

Í fyrsta lagi nefnir Krueger kæsta hákarlinn sem er grafinn í 6-12 vikur áður en hann er látinn hanga í fjóra til fimm mánuði. „Af honum er keimur af þvagi og hann er oft borinn fram í litlum bitum, oftar en ekki með brennivíni.“

Þá vekur athygli Kruegers að Íslendingar skuli borða lunda, hinn „vinalega sjófugl“. Raunar sé lundi álitinn herramannsmatur á Íslandi og hann sé í boði á fjölmörgum veitingahúsum þar semhann er oftar en ekki reyktur.“ Þess má þó geta að lundastofninn á Íslandi hefur farið minnkandi á undanförnum árum og hefur af þeim sökum verið gripið til takmarkana á veiðum.

Krueger nefnir einnig íslenska skyrið sem hefur verið í útrás á undanförnum árum. Segir hann að skyrið hafi verið á boðstólnum á íslenskum heimilum í meira en þúsund ár. Þá nefnir Krueger harðfiskinn sem nær allir Íslendingar borði með bestu lyst.

Plokkfiskur og léttbjór

Plokkfiskur er einnig á lista Kruegers. Flestir Íslendingar líta á plokkfiskinn sem eðlilegan hluta af matarvenjum sínum en í augum útlendinga er plokkfiskurinn nokkuð framandi, ef marka má Krueger. „Áður fyrr samanstóð plokkfiskur af matarafgöngum en í dag kaupa flestir ferskan fisk til að nota í stöppuna. Hvort heldur sem er bragðast hann mjög vel.“

Krueger kemst ekki hjá því í grein sinni að nefna íslenska þorramatinn, til dæmis sviðin og sviðasultuna. „Hausinn á kindinni er skorinn í tvennt, heilinn er fjarlægður og svo er hausinn soðinn. Hausinn er svo borinn fram með kartöflu- eða rófustöppu.“

Krueger nefnir svo brennivínið og léttölið sem fæst í öllum matvöruverslunum. „Allir þeir sem ætla að kaupa bjór á Íslandi þurfa að hafa í huga að hann er ekki hægt að kaupa nema í vínbúðunum. Í matvöruverslununum færðu einungis léttbjór.“

Í lok greinarinnar nefnir Krueger hið goðsagnarkennda sælgæti, Prins Polo. Hann rekur sögu þess í nokkrum setningum og nefnir að það hafi fyrst slegið í gegn hér á landi árið 1955. Raunar sé Prins Polo svo vinsælt að vinsæl hljómsveit á Íslandi dregur nafn sitt af þessu gómsæta súkkulaðistykki. „Ef ég kaupi mér nammi á bensístöð vel ég alltaf Prins Póló,“ hefur Krueger eftir tónlistarkonunni Myrru Rós. „Hljómsveitin er líka góð,“ bætir hún við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
16.11.2023

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt

Það geta allir fundið eitthvað fyrir jólaundirbúninginn á Svörtudögum Boozt
Kynning
08.11.2023

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi

Regus horfir til frjálsrar framtíðar frá Kirkjusandi