Gamla vínhúsið sérhæfir sig í steikum
Gamla vínhúsið, sem er í eigu hjónanna Unnar Örnu Sigurðardóttur og Karls Víkings Stefánssonar, er steikhús sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Hjónin segja sína sérhæfingu liggja í steikunum og nefnir Unnur að nautasteikin sé einna vinsælust hjá þeim en hrossasteikin og hrefnusteikin koma einnig mjög sterkt inn. „Þeir sem hafa smakkað hrossasteikina fara gjarnan í hana aftur, frekar en nautasteikina,“ segir Unnur. „Það má því segja að þessar þrjár séu þær vinsælustu en auðvitað má finna margt annað gómsætt á matseðlinum hjá okkur,“ bætir hún við.
Gamla vínhúsið er staðsett bæði í Hafnarfirði, á Vesturgötu 4, og í Reykjavík, á Laugavegi 73.
Það er því ekki langt fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins að fara til að komast í góða steik. „Við leggjum mikið upp úr góðu verði, góðu hráefni og vinalegri þjónustu,“ segir Unnur. „Okkar markmið er að viðskipskiptavinir okkar upplifi kósí andrúmsloft í umhverfi þar sem maturinn fær að njóta sín til hins ýtrasta,“ bætir hún við.
„Það er vert að nefna að hægt er að fá sér léttari steikur í hádeginu eða mínútusteik (hross) á aðeins 1.450 krónur í Hafnarfirðinum sem hefur verið mjög vinsælt; sérstaklega á meðal Hafnfirðinganna,“ segir Unnur.
Gamla vínhúsið var fyrst stofnað í Hafnarfirði árið 2006 af Unni og Karli. Árið 2010 opnuðu hjónin annan stað í Reykjavík og eru nú á Laugavegi 73 og eru búin að vera þar síðan 2013. Opnunartími veitingahússins er sem hér segir:
Hafnarfjörður
• Mánudag til fimmtudags frá kl. 12.00 til 21.30
• Föstudag frá kl. 12.00 til 22.30
• Laugardag frá kl. 18.00 til 22.30
• Sunnudag frá kl. 18.00 til 21.30
Reykjavík
• Mánudag til fimmtudag frá kl. 12.00 til 22.00
• Föstudag frá kl. 12.00 til 23.00
• Laugardag frá kl. 18.00 til 23.00
• Sunnudag frá kl. 18.00 til 22.00
[[D91BF22CDF]]Hægt er að skoða matseðil, sérstök tilboð fyrir hópa og fleira inn á heimasíðunni www.gamlavinhusid.is