Brooks hlaupafyrirtæki ársins fjögur ár í röð – Allir helstu skórnir verðlaunaðir af Runners World
Brooks hefur fjögur ár í röð verið kosið hlaupafyrirtæki ársins hjá IRRA (Independent Running Retailers Assiciation). Um er að ræða vörumerki sem hefur 28 prósenta markaðshlutdeild í hlaupaverslunum í Bandaríkjunum og 25 prósent markaðshlutdeild í Evrópu.
Brooks Ghost er söluhæsti einstaki skórinn í hlaupaverslunum 2015 í USA og Evrópu en Adrenline er nú söluhæsti stöðugi skórinn í hlaupaverslunum sjötta árið í röð.
Brooks hefur fengið flest verðlaun hjá Runners World 2015 og í byrjun 2016. Allir helstu skór Brooks hafa fengið verðlaun hjá Runners World á einu ári.
Brooks er tekið beint frá USA og er einfaldlega á betra verði en samkeppnisaðilarnir á Íslandi og á samkeppnishæfu verði við alla Evrópu. Skórnir fást hjá Eins og Fætur Toga, verslun sem er við Bæjarlind 4, Kópavogi.
Í verslun okkar sér fagfólk um skógreiningu, skóráðgjöf, skósölu og sölu fylgihluta. Einnig ráðleggur starfsfólk um hlaupafatnað, íþróttatoppa/brjóstahaldara og mælir með vörum fyrir fætur s.s. tábergspúða, upphækkanir, sérsmíðuð og stöðluð innlegg auk skóbreytinga. Eins og Fætur Toga sérhæfir sig í sölu á gæðavörum og leggur metnað í góða þjónustu og býður sanngjarnt verð.